Handritasamkeppni Freyvangsleikhússins

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Freyvangsleikhúsinu, en nú höldum við opna handritasamkeppni!

Verkið sem verður fyrir valinu verður sett á svið á árinu 2020.

Keppnin er opin öllum en eingöngu er tekið við frumsömdum handritum að verkum í fullri lengd. Handritum skal skilað útprentuðum og undir dulnefni til að gæta að algjöru hlutleysi. Alvöru nafn og símanúmer höfundar skal skilað með handritinu í lokuðu umslagi.

Handritum skal skilað til stjórnar Freyvangsleikhússins fyrir 10. október 2019.

59129496_2339307043011278_5245850133093941248_n

Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.

Gaman saman!

Freyvangsleikhúsið og Leikfélag Hörgdæla taka höndum saman og bjóða til sælkera stuttverkaveislu föstudagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23. mars í Freyvangi.

Sýningar hefjast kl 20:00 og verða eingöngu þessar tvær sýningar.

Verkin sem sýnd verða eru sambland af glensi og gleði, hádramatík og fúlustu alvöru og eru skrifuð, leikin og leikstýrð af meðlimum þessa tveggja farsælu leikfélaga sem sameina hér krafta sína í fyrsta skipti.

Ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara, þetta getur ekki orðið annað en sögulegt.

Miðapantanir í síma 857 5598 á milli kl. 10-14 alla virka daga, og í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 2.000 kr.

Verið velkomin í Freyvang og höfum gaman saman.Untitled

Minningarsýning Freyvangsleikhússins

Þann 2. febrúar næstkomandi verður hin reglubundna Minningarsýning leikfélagsins, en þar heiðrum við þá félaga okkar sem eru fallnir frá.

Allur ágóði minningarsýninga fer í sjóð sem félagar Freyvangsleikhússins geta sótt styrki í fyrir námskeið tengd sviðslistum.

Hlökkum til að sjá sem flesta til að minnast með okkur þessa góða fólks og styrkja arfleið þeirra í leikhúsinu.

Athugið að sýningum á Línu Langsokki fer fækkandi.

Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-18 alla virka daga og 11-13 um helgar. 

 

cropped-forsc3adc3b0a-c3a1n-lc3b3gc3b3a.jpg

Lína Langsokkur um jólin

Lína Langsokkur ætlar að halda jólin hátíðleg og verður með sýningu þann 27. Desember kl 17!

Nýttu tækifærið og fáðu gjafabréf á rafrænu formi hjá okkur til að setja í jólapakkann!

Sýningar verða einnig í janúar!

Gjafabréfin má nýta á Línu sýningu að eigin vali, líka eftir áramót.

Sala á gjafakortum í síma 857-5598 eða í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.

Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 14 – 18.

47500367_775190832826925_1145819020268666880_n

Frábær frumsýning að baki.

 

Kæru vinir og félagar.

Síðastliðinn föstudag frumsýndum við Línu Langsokk við alveg hreint frábærar viðtökur.

Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum. Eftir 7 vikna æfingaferli með yndislegum hóp er þetta stórskemmtilega og bráðfallega leikrit loksins komið í sýningu og er fólkið okkar, á sviði og utan, uppfullt af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda, en það er mikil gleði að fá að deila afrakstri síðustu vikna með almenningi.

Allar þrjár sýningar um helgina voru alveg uppseldar en yfir 300 manns hafa nú séð Línu á sviðinu okkar og er næsta helgi hér um bil uppseld! Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.

Takk fyrir kærlega fyrir okkur.

Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.

46331808_10157976209819829_6031959676613033984_o
Mynd tekin á frumsýningu
46457952_10157976209804829_1874778865658757120_o
Kát eftir frumsýningu
46451773_10157976209924829_1836598805420572672_o
Leikstjórinn knúsaður

Við kynnum Línu Langsokk!

JóhannaSigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, sterkustu stelpu í heimi, þarf varla að kynna. Hún segir okkur að vera við sjálf og allt sem við getum orðið, en ekki reyna að vera eitthvað allt annað. Þess vegna sefur hún með fæturna á koddanum og hausinn undir sænginni: af því þannig er hún.

Hvað heitir þú?

Jóhanna Kristín Andradóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

17 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Línu Langsokk

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hvað hún er klikkuð og hvað við erum líkar.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Auðvitað

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Í svona fimm eða sex ár en hef alltaf haft gaman af leiklist frá því ég var lítil.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er fyrsta leikritið mitt með Freyvangsleikhúsinu.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Bara það er það skemmtilegasta sem ég geri.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Á virkum dögum fæ ég mér múslí.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Bæði, af því að ég elska dýr og það væri GG!!!

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Í leyniklefanum.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Svona fjögra.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Að Heimdallur var sonur 9 meyja sem voru allar systur

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég get ropað stafrófið, hreift eyrun og sett lappirnar fyrir aftan haus.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Leikkona

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Að Hamlet hafði ekkert til að lifa fyrir.

 

Lína frumsýnir í kvöld kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Uppselt er á allar sýningar núna um helgina! Enn eru til miðar næstu helgar, en seljast þó hratt! Tryggið ykkur miða í síma 857 5598 eða á tix.is.

Nánari upplýsingar á freyvangur.is