Nýr samningur við Eyjafjarðarsveit undirritaður

Laugardagskvöldið 23.mars 2024 skrifaði Freyvangsleikhúsið undir rekstrarsamning við Eyjafjarðarsveit um afnot af húsinu Freyvangi.

Það að hafa öruggt húsnæði er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsemi áhugaleikfélags.

Eins og nafn leikfélagsins gefur til kynna er Freyvangsleikhúsið samtvinnað húsinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit.

Haustið 2021 stóð til að Eyjafjarðarsveit myndi selja félagsheimilið Freyvang en rekstrarsamningur var svo gerður 1.maí 2022 milli leikfélagssins og Eyjarfjarðarsveitar, til tveggja ára, þess efnis að Freyvangsleikhúsið fengi afnot af húsinu Freyvangi gegn því að greiða af húsinu öll rekstrargjöld.

Jóhanna s. Ingólfsdóttir, formaður Freyvangsleikhússins og Finnur Yngvi Kristinsson sveitastjóri Eyjfjarðarsveitar

Voru þetta tímamót hjá leikfélaginu þar sem fyrir vikið tók leikfélagið við allri starfsemi hússins. Fyrir samninginn þá var leikfélagið einungis með húsið yfir veturinn og greiddi sveitarfélaginu leigu sem var hlutfallsleg prósenta af innkomu sýninga.

Eftir undirskrift samningsins þá tók leikfélagið við húsinu allt árið um kring og sinnir því líka útleigu á húsinu yfir sumartímann, sem og tók leikfélagið við íbúðinni sem er á efri hæð hússins.

Síðustu tvö ár hafa því verið með aðeins öðru sniði hjá leikfélaginu, þar sem leikfélagið þarf nú að passa að það sé til fjármagn til að reka húsið, án þess að það komi niður á áhuga leiklistarstarfinu.

Hefur því leikfélagið verið með útleiguna á húsinu sem og hina ýmsu viðburði t.d. ball, bingó, bíósýningar, stuttverkaskemmtun og síðustu tvö ár aðventusýningar, sem og hafa hollvinir Freyvangsleikhússins staðið fyrir tónleikum fyrsta vetrardag. Þessir viðburðir hafa gert það að verkum að leikfélagið heldur fullum krafti og setur áfram upp stórar sýningar á hverjum vetri.

Jóhanna og Finnur ásamt leikurum í Gaukshreiðrinu

Nú eru enn tímamót hjá Freyvangsleikhúsinu þar sem nýr samningur var gerður við Eyjafjarðarsveit, er hann að mestu leyti endurnýjun á þeim sem var gerður fyrir tveim árum síðan, nema með þeirri uppfærslu að hann er ótímabundinn.

Fögnum við þessum tímamótum hjá Freyvangsleikhúsinu þar sem menningarstarfsemi í Eyjafjarðarsveit hefur tryggann stað um ókomna tíð.

Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins 

Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu.

Freyvangsleikhúsið hefur hafið æfingar á leikverkinu Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.  

Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi.  

Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og þann uppreisnaanda sem ríkti í Bandaríkjunum og víðar á 7. áratug síðustu aldar sem og þeirra meðferð sem geðsjúkir bjuggu við og hvernig litið var á geðsjúkdóma á þessum tímum.  

Gaukshreiðrið er hrollvekjandi ádeila á kerfið og þeim meðferðum sem beitt var en lýsir á sama tíma einstöku sambandi sjúklinganna og hvernig þeir glíma við harðræði og niðurlægingu yfirvaldsins. Leikverkið inniheldur í senn sorg, gleði, hrylling og illsku svo verið tilbúin í að taka á öllum ykkar tilfinningaskala.

Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit

Líklega kannast flestir við hann Bangsímon, ásamt ýmsum félögum hans í Hundraðekruskógi.
Bangsinn Bangsímon kom fyrst fram í myndasögu eftir A.A.Milne í Evening News í London árið 1924 og hét hann þá reyndar Edward Bear. Árið 1926 kom svo út bók með teikningum eftir E. H. Shepard. Bókin innihélt 10 sögur af Bangsimon og félögum hans, Gríslingi, Eyrnaslapa. Kaningu, Uglunni og fleirum.

A.A Milne byggði þessar persónur á leikföngum sonar síns,  Christopher Robin Milne, þannig að sögurnar og persónurnar eru upprunnar úr hugarheimi barns og höfðuðu því vel til barna og gera enn.

Upprunalegu leikföngin sem sögurnar eru skrifaðar um eru nú á safni

Teiknarinn E. H. Shepard byggði hins vegar upprunalegt útlit Bangsímons á bangsa sonar síns, síðar voru gerðar útlitsbreytingar á honum og hann fékk hina einkennandi rauðu peysu árið 1932, þegar hann birtist fyrst í lit.

Um verkið.

Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit er frumsamið verk eftir Jóhönnu S. Ingólfsdóttur.

Verkið byggir á þeim ástsælu Bangsímon og Gríslingi eftir A.A.Milne, sem Disney gerðu síðar ódauðlega, og blandast saman við klassískar Íslenskar verur sem allir þekkja.

Bangsímon og Gríslingur eru komnir alla leið til Íslands til þess að finna Íslensku jólasveinana, þeir höfðu frétt af því að á Íslandi væru hvorki meira né minna en 13 jólasveinar. 

Þegar sagan hefst þá eru þeir staddir í kofa á Íslandi og ætla að leggja af stað upp á fjall til þess að vita hvort þeir geti ekki fengið að hitta jólasveinana.

Ferðin gengur upp og ofan hjá þeim, en þeir hitta hinar ýmsu verur á leiðinni, eins og við er að búast upp á Íslenskum fjöllum.

Þeir halda þó ótrauðir áfram og reyna eftir fremsta megni að halda í trúnna á að þeim takist ætlunarverk sitt og með óbilandi trú á sjálfa sig sem og á hvorn annan.

Tónlistin er samin af Eiríki Bóassyni sérstaklega fyrir sýninguna og er hún létt og skemmtileg með bæði frumsömdum textum sem og vísum frá Jóhannesi úr Kötlum.

Leikstjórn er í höndum Jóhönnu S. Ingólfsdóttur en er þetta í annað sinn sem hún leikstýrir stuttu barnaverki hjá Freyvangsleikhúsinu en hún leikstýrði einnig Karíus og Baktus fyrir jólin í fyrra.

Verkið er einungis rúmur klukkutími að lengd, með hléi, og er því tilvalið fyrir yngstu kynslóðina.

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Freyvangsleikhússinsvar haldinn 12. september 2023. Góð mæting var á fundinn.

Eftir kosningu fundarstjóra og ritara fór fram inntaka nýrra félaga en 11 manns skráðu sig í félagið á fundinum, lagt var til breytt form á félagaskráningu þar sem fólk getur skráð sig á vefnum og utanumhald um félagatal verði bætt. Einnig að félagar fái valkvæða greisðlukröfu í heimabanka

Á fundinum fór formaður yfir starfið síðasta árið sem var mög viðburðaríkt.

Gjaldkeri fór yfir ársreikninga félagsins, var afkoma ársins mjög góð og verðurfarið inn í nýtt leikár meðjákvæðastöðu, sem er ekki alltaf gefið.

Engar lagabreytingar vor kynntará þessum fundi

Því næst fór fram kosning til stjórnar, úr aðalstjórn gengu Sveindís María Sveinsdóttir og Gunnar Möller. Í stað þeirra komu Björn Gunnar Hreinsson og Vilhjálmur Árnason
Enginn í varastjórn gaf kost á sér til áframhaldandi setu þannig að þar voru kosnir þrír aðilar, þau, Gunnar Möller, Jón Friðrik Benónýsson(Brói) og Rakel Hinriksdóttir

Ný stjórn er þá þannig samsett:

Jóhann SigurbjörgIngólfsdóttir, Formaður
Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Varaformaður
Björn Gunnar Hreinsson, Gjaldkeri
Vilhjálmur Árnason, Ritari
Eyþór Daði Eyþórsson, Meðstjórnandi

Varastjórn
Gunnar Möller
Jón Friðrik Benónýsson
Rakel Hinriksdóttir

Dagskrá vetrarins að skríða saman

Nú fer að líða að hausti hjá okkur í Freyvangsleikhúsinu og er vetrardagskráinn í fullum undirbúningi.

Það verða allskonar uppákomur með haustinu, bingó og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Jólasýningin Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit á aðventunni og svo stórsýningin Gaukshreiðrið sem verður frumsýnd mánaðarmótin febrúar/mars.

Nánari upplýsingar verða settar hérna inn fljótlega svo endilega fylgist með.

Hlökkum til komandi leikárs með ykkur.

Bíókvöld

Vínland

Nú ætlum við að sýna stór söngleikinn Vínland eftir Helga Þórsson á bíó tjaldinu í Freyvangi. Þá er við hæfi að taka aðeins saman ummæli um sýninguna þegar hún var í gangi.

Úr ummælum um leiksýninguna Vínland:

Virkilega góð sýning! Tónlistin góð og textarnir mjög skemmtilegir. Allir leikarar standa sig með einstakri prýði. Sviðsmyndin er stórkostleg og búningarnir meiriháttar og ljóst að mikið fjármagn og vinna hafa farið í undirbúning fyrir þetta verk. Það er sko alveg þess virði að sjá þetta verk.

P.S. Mér finnst nú reyndar að allir landsmenn ættu að slá til, skreppa á Norðurland og eyða helginni inn á milli fagurra fjalla, í rómantískum rjóðrum dalanna eða í kvöldroðanum við pollinn. Þar er alltaf jafn fallegt hvort sem er að vetri eða sumri. “Sjá Vínland í Freyvangi” Sjáumst í Eyjafirði!! – H. Þorbjörg Jónsdóttir

Vínland er fjölmennur söngleikur eftir Helga Þórsson sem gerist á tímum víkinga  meðal norrænna manna á Grænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar um; ástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.

Rokksöngleikurinn Vínland hefur fengið frábæra dóma.

Þetta var meiri­hátt­ar, þegar þetta var kynnt á dög­un­um urðu því­lík fagnaðarlæti, það var eins og Óskar­inn væri kom­inn í höfn,“ seg­ir Helgi Þórs­son, en rokk­söng­leik­ur­inn Vín­land, sem hann er höf­und­ur að, var val­inn at­hygl­is­verðasta áhuga­leik­sýn­ing árs­ins. Helgi er forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Helgi og hljóðfæra­leik­ar­arn­ir og er Vín­land byggt á verk­inu Land­nám eft­ir sveit­ina. Söguþráður verks­ins er spunn­inn upp úr Græn­lend­inga­sögu.

Verkið var sett upp í Frey­vangs­leik­hús­inu í Eyja­fjarðarsveit, en þetta er í þriðja sinn sem Frey­vangs­leik­húsið er valið með at­hygl­is­verðustu áhuga­leik­sýn­ing­una. Vín­land verður sett upp á stóra sviði Þjóðleik­húss­ins 12. júní næst­kom­andi og mæt­ir Helgi þar með alla hljóm­sveit sína til að leika und­ir í sýn­ing­unni. „Mús­ík­in í sýn­ing­unni átti upp­haf­lega aðeins að vera leik­in af bandi en svo þegar leið að sýn­ing­ar­lok­um hér fyr­ir norðan var ákveðið að kýla á sýn­ingu með lif­andi hljóm­sveit. Þá fór eitt­hvað neista­flug í gang og það var ekki bakkað eft­ir það,“ seg­ir Helgi sem hef­ur mjög gam­an af sam­spil­inu á milli hljóm­sveit­ar­inn­ar og leik­ar­anna.

Ekki er á döf­inni hjá Helga að snúa sér al­farið að leik­rita­skrif­um þrátt fyr­ir þessa vel­gengni. „Ég þarf að sinna minni gul­róta­rækt og rabarbara­víns­brugg­un og hinum áhuga­mál­un­um. Ég á al­veg von á and­an­um aft­ur en það er aldrei að vita í hvaða formi hann verður.“ Vín­land verður sýnt í Frey­vangi í kvöld og á morg­un og í Þjóðleik­hús­inu 12. júní. ing­veld­ur@mbl.is

Af ummælum um sýninguna má draga þá ályktun að þetta einstaka tækifæri til að sjá þessa mögnuðu sýningu sé eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Svona til gamans þá fylgir hérna að neðan viðtal sem var tekið við Helga Þórsson þegar ljóst var að Vínland var að fara í Þjóðleikhúsið.

https://fb.watch/kpVzC2rqb2/

Bíóið hefst kl.20 föstudaginn 12.maí og húsið opnar kl.19. Miðaverð 1.0000kr og barinn verður opinn.

Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi.

Hópatilboð

Miðinn kostar á fullu verði 3.500kr.

Hópatilboð 1: 8-20 manns 3.000kr miðinn

Hópatilboð 2: 20-50 manns 2.500kr miðinn

Hópatilboð 3: 50 manns eða fleiri 2.000kr miðinn

Hópatilboð 4: Ef keyptur allur salurinn (sirka 110 sæti) 220.000kr

Upplýsingar um sýningartíma eru á tix.is og hér til hliðar

Svo er líka hægt að semja við okkur um allskonar og erum við mjög sveigjanleg ef hóparnir ná ekki uppsettum stærðum. 🙂

Einnig erum við með léttvínveitingaleyfi og rúmar sjoppan/kaffistofan okkar um 50 manns í sæti, þar erum við með bar og sjoppu svo hægt er að semja við okkur um að koma fyrr á sýningu og hittast þar.

Húsið opnar almennt klukkutíma fyrir sýningu, og salurinn opnar u.þ.b. korteri fyrir sýningu. Þá er alveg tilvalið að hittast á barnum og ræða það sem ræða þarf fyrir sýningu.

Ef einhverjar spurningar eru eða viljið panta miða þá endilega hafið samband, annaðhvort með tölvupósti freyvangur@gmail.com, í síma Freyvangsleikhússins 857-5598 eða í síma formanns (Jóhanna) 867-3936.