Mikill fjöldi ungs söngfólks hefur gengið til liðs við okkur svo þessi sýning megi verða sem glæsilegust. Auk þeirra leggja margir hönd á plóginn við búningagerð, leikmynd, hljóð o.m.fl. Að ógleymdum leikstjóranum honum Óla Jens.
Söngleikurinn byggir á fornri íslenskri arfleið þar sem við sögu koma víkingar, þrælar, skrælingjar og valkyrjur. Verkið einkennist af spennu og ástríðum þó gamansemin svífi ætíð yfir vötnum. Tónlistin er nútímaleg, kröftug og ljúf til skiptist, en umfram allt ákaflega grípandi og seiðandi undir áhrifum sem koma víða að.
Frumsýning verður föstudaginn 20. febrúar.
One thought on “Vínland hið góða”