Söngleikur á heimsmælikvarða
Söngleikur á heimsmælikvarða
Nú standa æfingar á rokksöngleiknum Vínland eftir Helga Þórsson yfir af fullum krafti í Freyvangsleikhúsinu. Söngleikurinn byggir á Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða, þó nokkuð frjálslega sé farið með efnið. Tónlistin sem er eftir Helga og hljóðfæraleikarana er ákaflega fjölbreytt og nýtur sín vel í nýendurbættu hljóðkerfi Freyvangsleikhússins.
Mikill fjöldi ungs söngfólks hefur gengið til liðs við okkur svo þessi sýning megi verða sem glæsilegust. Auk þeirra leggja margir hönd á plóginn við búningagerð, leikmynd, hljóð o.m.fl. Að ógleymdum leikstjóranum honum Óla Jens.
Söngleikurinn byggir á fornri íslenskri arfleið þar sem við sögu koma víkingar, þrælar, skrælingjar og valkyrjur. Verkið einkennist af spennu og ástríðum þó gamansemin svífi ætíð yfir vötnum. Tónlistin er nútímaleg, kröftug og ljúf til skiptist, en umfram allt ákaflega grípandi og seiðandi undir áhrifum sem koma víða að.
Frumsýning verður föstudaginn 20. febrúar.

One thought on “Vínland hið góða

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s