vinland_titillÁ bandalagsþingi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldið var í Hlíð í Ölfusi 1. – 2. maí var tilkynnt um val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2008 – 2009 og varð sýning Freyvangsleikhússins, Vínland, fyrir valinu að þessu sinni, eins og lesa má á vef bandalagsins.

Í umsögn dómnefndar Þjóðleikhússins segir:

“Það er hreint út sagt frábær hugmynd hjá Helga Þórssyni og Freyvangsleikhúsinu að setja á svið rokksöngleik byggðan á víkinga-arfleifð okkar Íslendinga. Helgi Þórsson er aðalhugmyndasmiður þessarar sýningar, sem höfundur tónlistar, texta og útlits sýningarinnar, en er dyggilega studdur af kraftmiklum hópi leikara, tónlistarfólks og allra annarra sem til þarf að gera svona stórsýningu að veruleika. Úrvinnslan á menningararfi okkar var mátulega hátíðleg, og á köflum bráðsniðug. Stór hópur leikara kemur að sýningunni, og nýtur sín vel í söng og leik, og eru sum tónlistaratriðanna afar áhrifamikil. Er þar þáttur tónlistarstjórans, Ingólfs Jóhannssonar, ekki lítill, en tónlistarflutningur er í höndum hljómsveitarinnar Helgi og hljóðfæraleikararnir. Mikið er lagt í leikmynd og búninga og þar er ólíkum stílum stefnt saman á djarfan hátt, svo hetjur víkingatímans birtast okkur eins og þúsund ára gamlar rokkstjörnur. Frumleiki, hugmyndaauðgi og kraftur einkenna þessa skemmtilegu sýningu.”

Tilkynningu Þjóðleikhússins má lesa í heild hér.

Formaður Freyvangsleikhússins og Þjóðleikhússtjóri
Formaður Freyvangsleikhússins og Þjóðleikhússtjóri

Í dómnefnd í ár sátu Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.

Freyvangsleikhúsið þakkar þann heiður sem því er sýndur með þessu vali og lofar að launa fyrir sig með stórkostlegri sýningu á rokksöngleiknum Vínlandi í Þjóðleikhúsinu þann 11. júní n.k.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s