Eins og fram hefur komið var sýning Freyvangsleikhússins á rokksöngleiknum Vínlandi eftir Helga Þórsson í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar valin athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2008 – 2009. Freyvangsleikhúsinu var því boðið að setja verkið upp í Þjóðleikhúsinu 12. júní s.l.

Það var rafmagnað andrúmsloft í þéttsetnum sal Þjóðleikhússins þegar sýningin hófst og leikarar stigu á stokk til að láta ljós sitt skína. Um leið og leikurinn hófs var sem allt óöryggi liði úr mannskapnum og óhætt að segja að allir hafi átt stjörnuleik þetta kvöld. Áhorfendur hlógu mikið og klöppuðu eftir hvert atriði og hvert lag. Í lokin voru það harla ánægðir leikarar og örþreyttir sem voru klappaðir tvisvar upp í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld og gleðin fölskvalaus þegar allir áhorfendur risu sem einn maður á fætur og héldu dynjandi lófatakinu standandi áfram uns ljósin slokknuðu og leikarar drifu sig af sviðinu.

Eftir sýninguna bauð Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hópnum upp á kampavín og gos á sviðinu og margir fremstu leiklistarfrömuða landsins, sem voru á sýningunni, hrósuðu Freyvangsleikhúsinu í hástert fyrir fagmannlega sýningu, vel unna og umfram allt ákaflega skemmtilega.  Að þessum fagnaði loknum var haldið í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Helgi og hljóðfæraleikararnir héldu tónleika og skemmtu leikurum og gestum fram eftir nóttu.

Þess ber að geta að sýningin fékk fjórar stjörnur og mikið lof í umjöllun Morgunblaðsins mánudaginn 15. júní.

Við viljum þakka öllum sem komu að uppsetningu þessa verks kærlega fyrir samstarfið, án ykkar hefði þessi glæsilegi árangur aldrei náðst. Einnig viljum við þakka áhorfendum fyrir komuna og hlý orð í okkar garð. Svo má ekki gleyma að þakka Sigga Hall fyrir frábæran mat í Þjóðleikhúsinu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s