Memento-Mori_stafirFreyvangsleikhúsið hefur ákveðið að taka upp á þeirri nýbreytni í ár að setja upp tvö leikverk í vetur ásamt kabarett. Hugsunin er sú að fyrir kabarett sé sett upp stykki sem er minna umfangs, tilraunakenndara og bjóði upp á meiri tilraunastarfsemi, sé e.t.v. listrænna. Að þessu sinni hefur leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur orðið fyrir valinu. Eftir sem áður verður kabarett á sínum stað og eftir jól er stefnt að hefðbundnari uppsettningu.

Memento mori var fumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs og Hugleik í nóvember 2004 og var valin áhugaverðasta leiksýningin á leiklistarhátíðinni Leikum núna! sem haldin var á Akureyri í júní 2005. Það var síðan valið sem framlag Íslands á NEATA-hátíðina 2006.

Í Memento mori er skyggnst inn í heim fólks sem nýtur þeirrar blessunar – eða er það bölvun? – að geta ekki dáið. Þessar ódauðlegu verur velta fyrir sér lífinu, dauðanum og ódauðleikanum, og brugðið er upp svipmyndum af fortíð þeirra. Þegar á líður koma tengsl þeirra betur í ljós og þar kemur að þær hljóta að taka afstöðu til fortíðarinnar og ódauðleikans. Leikritið er framúrstefnuleg blanda af drama og húmor, heimspekilegum hugleiðingum, rómatík og fáránleika.

Í verkinu eru 8 – 9 hlutverk, jafnt fyrir karla og konur. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru vinsamlega beðnir um að mæta í Freyvang á eftirtöldum tímum:

miðvikudag 26. ágúst kl. 20:00 – 1. samlestur

fimmtudagur 27. ágúst kl. 20:00 – 2. samlestur

laugardagur 29. ágúst kl. ? – Hlutverkaskipti og skipulag.

Fyrirhugað er að hefja æfingar mánudaginn 31. ágúst og æfa út septembermánuð. Áætluð frumsýning er föstudaginn 2. október.

Hér má lesa leikdóm um sýningu Leikfélags Kópavogs og Hugleiks

Frekari umfjöllun um leikritið má finna hér

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s