Ólafur Jens og Helgi Þórsson
Ólafur Jens og Helgi Þórsson
Áheyrnarprufur. Söngvarar og leikarar óskast!
Laugardaginn 22.11. frá 13:00 – 16:00 verða opnar söngprufur fyrir söngleikinn Vínland í Freyvangi. Allir sem geta sungið og leikið eru velkomnir. Ingólfur Jóhannsson mun sitja við píanóið og spila undir lög að vali þátttakenda. Leikstjórinn, Ólafur Jens Sigurðsson, verður að sjálfsögðu á staðnum. Æfingartíminn verður í janúar og fram að frumsýningu um miðjan febrúar.

Vinland er verkefni Freyvangsleikhússins i vetur
Vínland er verkefni freyvangsleikhússins í vetur

Vínland er fjölmennur söngleikur eftir Helga Þórsson sem gerist á tímum víkinga meðal norrænna manna á Grænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar um; ástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.

Tónlistina mætti kalla því markvissa nafni popp. Allt frá hugljúfum ballöðum fyrir krúttin, upp í valsa sem henta betur fyrir öldungana. Þar á milli örlítið pönk, nett heví metal og þjóðleg stef. Tónlistin er eftir Helga og hljóðfæraleikarana.

vinland_titillYfirbragð verksins er dálítið villt. Það er að segja fantasían fær að ráða meiru en helber raunveruleiki fornaldar. Búningar verða vissulega með tilvitnun til gamalla tíma en áhersla verður lögð á glæsilegt og kynþokkafullt yfirbragð. Stuttir kjólar, bert hold, litir og glans sem allt þjónar heildarmyndinni sem er metnaðarfullt leikrit, fullt af gleði söng og dansi.

One thought on “Söng- og leikprufur fyrir Vínland

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s