JóhannaSigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, sterkustu stelpu í heimi, þarf varla að kynna. Hún segir okkur að vera við sjálf og allt sem við getum orðið, en ekki reyna að vera eitthvað allt annað. Þess vegna sefur hún með fæturna á koddanum og hausinn undir sænginni: af því þannig er hún.

Hvað heitir þú?

Jóhanna Kristín Andradóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

17 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Línu Langsokk

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hvað hún er klikkuð og hvað við erum líkar.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Auðvitað

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Í svona fimm eða sex ár en hef alltaf haft gaman af leiklist frá því ég var lítil.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er fyrsta leikritið mitt með Freyvangsleikhúsinu.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Bara það er það skemmtilegasta sem ég geri.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Á virkum dögum fæ ég mér múslí.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Bæði, af því að ég elska dýr og það væri GG!!!

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Í leyniklefanum.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Svona fjögra.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Að Heimdallur var sonur 9 meyja sem voru allar systur

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég get ropað stafrófið, hreift eyrun og sett lappirnar fyrir aftan haus.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Leikkona

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Að Hamlet hafði ekkert til að lifa fyrir.

 

Lína frumsýnir í kvöld kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Uppselt er á allar sýningar núna um helgina! Enn eru til miðar næstu helgar, en seljast þó hratt! Tryggið ykkur miða í síma 857 5598 eða á tix.is.

Nánari upplýsingar á freyvangur.is

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s