Kæru vinir og félagar.
Síðastliðinn föstudag frumsýndum við Línu Langsokk við alveg hreint frábærar viðtökur.
Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum. Eftir 7 vikna æfingaferli með yndislegum hóp er þetta stórskemmtilega og bráðfallega leikrit loksins komið í sýningu og er fólkið okkar, á sviði og utan, uppfullt af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda, en það er mikil gleði að fá að deila afrakstri síðustu vikna með almenningi.
Allar þrjár sýningar um helgina voru alveg uppseldar en yfir 300 manns hafa nú séð Línu á sviðinu okkar og er næsta helgi hér um bil uppseld! Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.
Takk fyrir kærlega fyrir okkur.
Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.


