Kæru vinir og félagar.

Síðastliðinn föstudag frumsýndum við Línu Langsokk við alveg hreint frábærar viðtökur.

Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum. Eftir 7 vikna æfingaferli með yndislegum hóp er þetta stórskemmtilega og bráðfallega leikrit loksins komið í sýningu og er fólkið okkar, á sviði og utan, uppfullt af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda, en það er mikil gleði að fá að deila afrakstri síðustu vikna með almenningi.

Allar þrjár sýningar um helgina voru alveg uppseldar en yfir 300 manns hafa nú séð Línu á sviðinu okkar og er næsta helgi hér um bil uppseld! Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.

Takk fyrir kærlega fyrir okkur.

Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.

46331808_10157976209819829_6031959676613033984_o
Mynd tekin á frumsýningu
46457952_10157976209804829_1874778865658757120_o
Kát eftir frumsýningu
46451773_10157976209924829_1836598805420572672_o
Leikstjórinn knúsaður

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s