Síðastliðinn föstudag frumsýndum við Dagbók Önnu Frank við frábærar undirtektir. Það er alltaf mikil gleði sem fylgir því að deila afrakstri vinnu sinnar en margir koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Spennan og tilhlökkunin í húsinu var áþreifanleg og má segja að við lok sýningar hafi ekki verið þurrt auga í húsi, bæði meðal áhorfenda og á sviðinu.

Dagbókin lýsir svo vel augnablikum og atriðum sem eru sitt á hvað sorgleg, ógnvekjandi og meira að segja sprenghlægileg þess á milli. Þessi kengimagnaða saga er áhrifamikil og svo einstaklega ótrúleg en trúanleg á sama tíma og erum við aðstandendur sýningarinnar afskaplega stolt af afrakstri okkar.

Leikritið er eftir uppfærðri leikgerð sem hefur aldrei áður verið sýnd á Íslandi, og fengum við Ingunni Snædal til að þýða hana fyrir okkur. Þessi uppfærða leikgerð inniheldur kafla sem voru ekki birtir í fyrstu útgáfu bókarinnar Dagbók Önnu Frank og gefa þeir nánari innsýn inn í hugarheim stúlkunnar, meðal annars neikvæðar tilfinningar hennar gagnvart móður sinni og uppgötvanir hennar á sjálfri sér í gegnum kynþroskann. Leikstjóri er Sigurður Líndal og nálgast hann efnið af einstakri nákvæmni og virðingu.

Dagbók Önnu Frank er tvímælalaust eitt mikilvægasta bókmenntaverk tuttugustu aldarinnar. Þegar nasistar náðu völdum í Evrópu varð fjöldi gyðingafjölskyldna að yfirgefa heimaland sitt. Þau sem ekki fóru úr landi urðu að fela sig. Þau sem ekki földu sig enduðu í útrýmingarbúðum þar sem þau voru myrt á eins skilvirkan hátt og hægt var. Þessi voðaverk eiga fáa sína líka í mannkynssögunni. En úr þessum jarðvegi, þessu þjóðarmorði, sprettur ein magnaðasta saga sem sögð hefur verið úr nokkru stríði; saga Önnu.

Sýningar verða í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld fram á vori og hægt er að panta miða í síma 857-5598 og á tix.is.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s