Kabarett í kvöld

Fjör á Kabarett 2006
Fjör á Kabarett 2006

Þá er hún loks runnin upp, stundin sem íbúar Eyjafjarðarsveitar og nágrennis hafa beðið eftir með sívaxandi óþreyju síðast liðið ár, eða allt frá því að sýningum á Kabarett 2007 lauk síðasta haust.
Í kvöld verður Kabarett Freyvangsleikhússins 2008, Skítt með kerfil – tökum slátur!, frumsýndur í Freyvangi. Aðgangseyri er mjög stillt í hóf eða einungis kr. 1.500,- og veitingar eru innifaldar í verði. Sýningin hefst stundvíslega kl. 21:00.
2. sýning verður svo annað kvöld kl. 21:00 og að henni lokinni hefst dúndrandi dansleikur með stuðbandinu Æsir. Sérstakt tilboðsverð á þá sýningu og ball, aðeins kr. 2.500,-!
Frábær sýning fyrir alla fjölskylduna.
Grín – Ofbeldi – Blóð – Nekt!
Þúsund fílar!

Leikstjórinn i ár ásamt fagurri frú sinni
Leikstjórinn í ár ásamt fagurri frú sinni

Skítt með Kerfil – Tökum slátur!

Fær Gulla að baða einhvern núna?
Fær Gulla að baða einhvern núna?

Kabarett ’08, Skítt með Kerfil – Tökum slátur! Glæsileg kabarettsýning í tilefni 25 ára afmælis Kabaretts. Þessi sýning hefur allt: Grín, ofbeldi, blóð, nekt! Komið því Sjón er Sögu ríkari (samkvæmt tölum úr tekjublaði Frjálsrar Verslunar).

Fjölskyldusýning föstudagskvöld 7. nóvember kl. 21:00. Kaffiveitingar og slátur innifalið í verði.

Kabarettsýning og ball laugardagskvöldið 8. nóvember kl. 21:00. Hljómsveitin Æsir leikur fyrir dansi eftir sýningu.

Vegna efnahagsástandsins hefur Freyvangsleikhúsið ákveðið að hækka ekki miðaverð frá síðasta ári. Fjölskyldusýning + veitingar á föstudagskvöld, kr. 1.500,-. Kabarettsýning + ball á laugardagskvöld, kr. 2.500,-.

Komið og njótið.

P.S. Leikarar eru minntir á æfingar öll kvöld þessa viku.

Kabarett 2008

Kabarett í 25 ár!

Fyrir konur...
Fyrir konur...

Við fögnum þessum tímamótum með flottasta kabarett í áraraðir

... og?
... og?

Ástir – Afbrýðisemi – Hefnd – Þúsund fílar!!!

Í Freyvangi 7. og 8. nóvember

Nánar auglýst síðar.