
Sýning Freyvangsleikhússins, rokksöngleikurinn Vínland, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Af því tilefni verða 2 aukasýningar í Freyvangi 4. og 5. júní n. k. kl. 20:00 báða dagana. Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar “hérlendis”. Á þessum sýningum, sem og í Þjóðleikhúsinu, munu Helgi og hljóðfæraleikararnir leika undir ásamt Ingólfi Jóhannssyni.
Miðasala í Freyvangi við innganginn kr. 1.500.-frítt fyrir 12 ára og yngri. Athugið að ekki eru hallandi áhorfendapallar í húsinu á sýningunum í Freyvangi, en þeim mun meiri halli er á áhorfendapöllum Þjóðleikhússins þann 12. júní á hátíðarsýningu leikhússins á VÍNLANDINU. Miðasala í Þjóðleikhúsinu á http://leikhusid.is.
Umfjöllun Þjóðleikhússins sem og umsögn dómnefndar má sjá hér.
Þökkum frábæran stuðning og góð orð í okkar garð, stjórn Freyvangsleikhússins