
Næstkomandi föstudag 17. febrúar kl. 20:00 verður; Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, frumsýndur í Freyvangi. Undirbúningur hefur staðið yfir sleitulaust frá því laust eftir áramót og nú erum við loksins tilbúin að sýna áhorfendum afrakstur erfiðisins.
Sýningar verða kl. 20:00 á föstudögum og laugardögum. Miða er hægt að panta hér á síðunni með því að smella á flipann “Panta miða” eða með því að hringja í miðasölusíma 857 5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.
Miðaverði er mjög stillt í hóf eða kr. 2.500,-.
1. sýning: 17. febrúar – uppselt
2. sýning: 18. febrúar
3. sýning: 24. febrúar
4. sýning: 25. febrúar
o.s.frv.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.