Vegna veðurs og ófærðar hefur sýning á Skilaboðaskjóðunni sem vera átti laugardaginn 3. nóvember kl. 14:00 verið felld niður.  Við biðjum aðdáendur okkar afsökunar á þessu, en við ráðum ekki yfir veðrinu og viljum ekki tefla heilsu áhorfenda okkar í tvísýnu.  Sýning á sunnudag kl. 14:00 er enn á áætlun, en það er uppselt á hana.  Sýningar eru fyrirhugaðar alla laugardaga og sunnudaga í nóvember og hægt er að panta miða í síma 8575598 og á freyvangur.net.

Þá skal þess og getið að fyrirhugaður samlestur á Dagatalsdömum sem átti að vera í kvöld, færist fram á sunnudag kl 17:00.

Leave a comment