Nú fer að líða að hausti hjá okkur í Freyvangsleikhúsinu og er vetrardagskráinn í fullum undirbúningi.

Það verða allskonar uppákomur með haustinu, bingó og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Jólasýningin Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit á aðventunni og svo stórsýningin Gaukshreiðrið sem verður frumsýnd mánaðarmótin febrúar/mars.

Nánari upplýsingar verða settar hérna inn fljótlega svo endilega fylgist með.

Hlökkum til komandi leikárs með ykkur.

Leave a comment