Frábær frumsýning að baki

Kæru vinir og félagar.

Í gærkvöldi frumsýndum við Blúndur og blásýru við alveg hreint frábærar viðtökur.

Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum og fannst okkur sem að þakið ætlaði af húsinu af hlátrasköllunum. Eftir 7 vikna ferli með yndislegum hóp er þetta bráðskemmtilega leikrit loksins komið í sýningu og er hópurinn okkar uppfullur af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda. Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.

Það eru en þá lausir miðar á sýninguna hjá okkur í kvöld sem og næstu helgar. Hægt er að panta miða í síma 857 5598 og á tix.is.

Takk fyrir kærlega fyrir okkur.

Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.

Frumsýning í kvöld!

Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í dag en gamanleikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannell verður frumsýnt kl. 20 í kvöld!

Margar hendur vinna létt verk og það er mjög kraftmikill hópur sem kemur að sýningunni, hvort sem á sviði eða utan þess og mikil gleði hefur ríkt í húsinu á þessu ferli og það er alltaf jafn ótrúlegt hvað flottur hópur getur áorkað miklu á stuttum tíma. En nú er komið að frumsýningu og hlakkar hópinn mikið til að skila árangri síðustu vikna til áhorfenda og leyfa öðrum að njóta.

Poj-poj! Tu-tu! og þrefalt húrra!

Hittumst heil, í leikhúsinu okkar.

Miðasalan er í fullum gangi, hægt er að panta miða í síma 857 5598 og á tix.is

Við kynnum til leiks: Guðjón

Hvað heitir þú? Guðjón Ólafsson

Hvað ertu gamall/gömul? 64

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Ristað brauð og te

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Rooney varðstjóra

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hann á margt sameiginlegt með Adam nokkrum Hoskins.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Allir mínir hæfileikar eru augljósir.

Guðjón

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? frá 1983

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? 

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Mig vantaði eitthvað að gera og Litla Leikklúbbinn vantaði leikara.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Eftirlaunaþegi

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?    Flugmódel

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Daði

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.Við kynnum til leiks: Þrúðu

Hvað heitir þú? Geirþrúður Gunnhildardóttir Gunnarsdóttir

Hvað ertu gamall/gömul? 29 í fjórtánda skiptið.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Í Cocoa Puffs.

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Mörtu Brewster.

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hún er svo kaldhæðin.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Ég er góð í að skræla epli.

Þrúða

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Nei.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Athyglissýki (eða kannski er þetta bara í genunum).

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Ég verð aldrei stór! Er rétt yfir dvergamörkum.

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Karamellu frappó og skó.

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Klárlega Daði, hann þarf næga orku fyrir æsinginn.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.Við kynnum til leiks: Ingu Maríu

Hvað heitir þú? Inga María Ellertsdóttir.

Hvað ertu gamall/gömul? 38, nálgast 39 óðfluga.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Í 1. Morgunmat; Jógúrt með cheerios ásamt kaffibolla, vítamín og vatnsglas. Í 2. Morgunmat; glas af mjólk, nokkrar kexkökur og meira vatn.

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Abby Brewster.

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hún drepur fólk og fær að komast upp með það. Vildi að lífið væri svona einfalt í raunveruleikanum… Elska líka fötin hennar!

Inga María

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Ef ég segi ykkur það þá er hann ekki leyndur lengur…

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Nokkurnveginn alla mína ævi ,með misgóðum árangri…

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, þetta er mitt 7. Skipti hjá Freyvangsleikhúsinu.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Eilífðardraumur um frægð og frama með dass af athyglissýki og gríðarlegri ánægju af því að koma fram og skemmta fólki.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Alveg ofboðslega frægur!

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Óákveðinn zebrahest! (Djók, örugglega bara nammi.)

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Hann Gunni stal kökunni úr krúsinni í gær!

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Hjálmar

Hvað heitir þú? Ég heiti Hjálmar, kallaður Hjalli.

Hvað ertu gamall/gömul? Alveg nógu gamall.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Tesopa og blúndubollur

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Jack Brophy, verkefnastjóra í lögreglunni.

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hann er svo einfaldur, en samt svo flókinn.

Hjálmar

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Leyndó! Næsta spurning.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Allt of lengi.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, síðan 2001

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Ég var alltaf settur í aðalhlutverkin í skólaleikritunum

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Lítill

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Ég keypti mér spurningahefti

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Geirþrúður er fingralöng

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Ragnar

Hvað heitir þú? Ragnar Bollason

Hvað ertu gamall/gömul? 24 ára

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Loft

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? O’hara lögregluþjón

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Að hann sé handritshöfundur eins og ég.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Er nokkuð góður í eftirhermum.

Ragnar Bollason

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Frá því að ég man eftir mér.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, já margoft t.d. Í Fiðlaranum á þakinu, Klaufar og Kóngsdættur, Lína Langsokkur o.fl.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Ég fór á litlu Hryllingsbúðina einhvertíman þegar ég var yngri og eftir þá sýningu ákvað ég ,,Þetta er eitthvað sem mig langar að gera“ svo er ég búinn að vera í leiklist alveg frá því að ég man eftir mér.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Ég held að ég vilji nú ekki verða mikið ,,stærri“ heldur en ég er núna, en ætli það verði ekki eitthvað list-tengt.

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Viskí

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Örugglega Daði sem leikur Mortimer hann er eitthvað svo stressaður þarna upp á sviðinu að það hlýtur að vera hann ef ekki hann þá er það þessi þýska þarna sem er alltaf að stela öllu.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.Við kynnum til leiks: Gunnar Möller

Hvað heitir þú? Gunnar Möller

Hvað ertu gamall/gömul? 38 (Ég gerði ekkert merkilegt fyrstu 13 árin þannig að ég tel þau ekki með)

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Jógúrt, Cheerios, Ristað brauð og FIMM Espresso
   
Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra?  Tedda Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hann er heldur klikkaðri en ég, með naumindum þó.

Gunnar Möller

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Nei, hef ekki fundið neina þörf á að leyna mínum hæfileikum.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Alger nýgræðingur

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, Superstar 1991-2 tók svo smá pásu og sá svo um tónlist í Línu Langsokk 2018-19.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Er eiginlega ennþá að ákveða hvort ér sé farinn út í leiklist

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? – Minni

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Þetta voru bara þýsk mörk, algerlega verðlaus.

Og að lokum….
Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær?
Klárlega Guðjón, það sést á honum (NEI, ég er að tala um svipinn á honum, ekki vaxtalagið!!!)

Við kynnum til leiks: Sjöfn

Hvað heitir þú? Sjöfn Snorradóttir

Hvað ertu gamall/gömul? 27 ára

Hvað fékkstu þér í morgunmat Ristað brauð

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Doktor Einstein

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hún kann að redda sér úr klípum

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Á mjög erfitt með að halda hæfileikum mínum leyndum.

Sjöfn

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Síðan 2010, s.s. níu ár.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Oft, allaveganna sex sinnum áður.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Hef alltaf haft mikin áhuga á leiklistinni og þegar ég tók þátt í fyrstu sýningunni minni í framhaldsskóla þá var ekki aftur snúið.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Leikari.

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Sverð.

Og að lokum…. Stay sexy and don’t get murdered.

Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Það var 100% Daði

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Jakob

Hvað heitir þú? Jakob Ágúst Róbertsson

Hvað ertu gamall/gömul? 21árs

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Jónatan Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hversu klikkaður hann er.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Jájá, til dæmis að spúa eldi.

Jakob

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? 1ár.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Nei

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Amma mín var alltaf amk. 1x á ári í einhverju leikriti og mér fannst svo gaman að horfa á þau að mig langaði að prófa.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Tónlistarmaður eða stálsmiður

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?
Helling og böns af beikoni

Og að lokum….
Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær?
Ragnar nokkur Bollason nappaði kökunni úr krúsinni í gær.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.