Við kynnum Langsokk skipstjóra!

Óðinn

Skipstjóri Skopparakringlunnar, Kapteinn Langsokkur, siglir um höfin 7 eins og hverjum sjórængja sæmir. Suður-höfin eru í sérstöku uppáhaldi, en þar geta öldurnar orðið ansi háar. Það er svo sem ekkert mál þó maður detti út fyrir borð. Maður flýtur bara á spikinu að næstu eyju og kjamsar á hákarli þar til áhöfnin finnur mann.


Hvað heitir þú?

Óðinn Snær Björnsson

Hvað ertu gamall/gömul?

40 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Langsokk Skipstjóra og Adolf Sterka

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Búningurinn hans Adolfs og lyftingarnar hjá Langsokk

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Þetta er þriðja verkið sem ég tek þátt í og svo bara Skólaskemmtanir í Barnaskóla

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

3 ár

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Verð eiginlega að sega hver enn ekki hvað en það er hún Úlfhildur konan mín 😉

Hvað borðar þú í morgunmat?

Oftast ekkert annars brauð með smjöri og osti

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Sko ég hef átt hest þannig að ætli ég segi ekki bara apa af þvi að það væri gott að hafa annan apakött á heimilinu 😊

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Í Skopparakringlunni auðvitað enn annars alltaf smá í stígvélinu

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Sjóræningjar höfðu þá hjátrú að eyrnalokkar vernduðu þá frá slæmri sjón, jafnvel blindu, sjóveiki og drukknun.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ja sko veit svo sem ekki hvort það er leyndur hæfileiki en Úlla segir að ég geti borðað endalaust af ís

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Ekki stærri svo mikið er víst hehe 😉
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

JÁ!!! hún Lína mín er sko sterkasta stelpa í heimi

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Við kynnum frú Prússolín!

Helga DöggRétt skal vera rétt og ekkert barn án eftirlits! Frú Prússolín er forvígismaður barnaverndarnefndarinnar í bænum. Hún sér til þess að öll börn bæjarins búi með fullorðnum og hljóti sómasamlegt uppeldi.

Hvað heitir þú?

Helga Dögg Jónsdóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

28 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Frú Prússolín

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hvað hún er algjör andstæða við sjálfa mig, stíf, fúl á móti og gjörsamlega húmorslaus !

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Já, hvernig spyrðu?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Bara um það bil ár….

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Ég hef bara verið með Freyvangsleikhúsinu í eitt ár en vonandi verða þau mun fleiri.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Ég hef alltaf haft mjög gaman af leikhúsi, ég hef frá barnsaldri verið mikið í tónlist og komið aðeins að leikhúsinu í kringum tónlistina en mig langaði að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prufa að leika, í stuttu máli þá kolféll ég fyrir leiklistinni og stefni ekki á að hætta í bráð.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Hafragraut með kanill og rúsínum og sterkan kaffibolla!

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Apa, því ég á nú þegar fjóra hesta..

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna…

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

7 landa.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist?

Nefið á þér hættir aldrei að stækka, því geta að meðaltali 5 feitar dúfur setið á nefinu á þér þegar þú nærð 80 ára aldri…

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég get borað í nefið með tánum…

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Broadway stjarna! … en ef það klikkar þá held ég mig bara við hjúkrun..

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Að vera með fýlusvip þegar allir aðrir hlægja.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Við kynnum Herra Níels!

 

Elfa

Apakötturinn Herra Níels, heimsflakkari og kjötbollugerðarmeistari, er fjörugur, klár og dansglaður. Hann elskar banana og finnst afskaplega gaman að stríða Litla Kalli, hestinum. En þeir eru þó góðir vinir og félagar og passa upp á hvorn annan.

Hvað heitir þú?

Elfa Rún Karlsdóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

10 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Herra Níels

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hvað hann er mikill prakkari

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Hef tekið þátt í skólaleikritum. En þetta er í fyrsta skiptið sem ég er að leika utan skólans.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er í fyrsta skiptið.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Það er áhugamálið mitt og mér finnst það mjög skemmtilegt.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Kornflex, cheerios og weetos.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Mig langar að eiga hest en örugglega minni vinna að vera með apa. Svo eru þeir líka svo skemmtilegir. Þannig að ég væri alveg til í að eiga apa líka.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Kemur í ljós.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Danmerkur, Noregs, Frakklands og Bretlands.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Að Donald Trump hafi verið kosinn forseti Bandaríkjanna.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég er góð í bílaklessuleik og að nudda.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Leikari og dansari.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég er að læra skemmtilega söngva í leikritinu og nýfarin að læra tónfræði hjá Mæju, sem kemur sér vel þar sem ég er að læra að spila á selló.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Við kynnum Frú Grenjsted!

birna

Fínni frú væri hvergi hægt að finna þó víða væri leitað! Frú Grenjsted gefur ekki mikið uppi um hver hún raunverulega er eða hvernig hún varð að svona svakalega fínni frú, en henni finnst rjómatertur svo sannarlega góðar.

Hvað heitir þú?

Birna Ösp Traustadóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

20
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Frú Grenjsted

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hún er rosalega hneyksluð kona

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Síðan ég var lítil

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er þriðja árið mitt

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Áhuginn

Hvað borðar þú í morgunmat?

Misjafnt

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Apa? Þeir eru sætur

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Inn í dýnunni minni

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

4

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Sniglar eru með 5 rassa og geta sofið í 3 ár

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Já ég er rosalega góð í að deyja

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Listakona

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Já, ég hef lært það að broddgeltir fljóta í vatni

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Við kynnum Önnu!

Embla

Anna er besti vinur Línu, ásamt Tomma bróður sínum. Eins og henni finnst Lína sniðug og skemmtileg, þá finnst henni samt ekkert alltaf svo sniðugt að skrökva eða haga sér illa.

Hvað heitir þú?

Embla Björk

Hvað ertu gamall/gömul?

16 ára
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Ég leik Önnu

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Mér finnst skemmtilegt hvað hún er samviskusöm

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Já ég las alltaf bækurnar um hana og horfði á myndirnar þegar ég var lítil

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Ég hef verið í leiklist síðan ég var í 3. bekk

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er önnur sýningin sem ég tek þátt í

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Mér finnst svo gaman að fá alla þessa athygli

Hvað borðar þú í morgunmat?

Fæ mér oft bara kaffi og eitthvað morgunkorn

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Ég myndi vilja eiga apa, þeir eru svo krúttlegir og passa betur í herbergið mitt

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Það er leyndarmál 😉

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Fjögurra landa

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Krókudílar geta ekki rekið út úr sér tunguna

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég kann að spila á ukulele

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Rafeindavirki, já eða leikari

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Þú getur sagt „Yo, banana boy“ bæði afturábak og áfram og það er alltaf eins!

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Við kynnum Mömmu!

Linda

Mamma Tomma og Önnu  leggur mikið upp úr því að börnin sín hagi sér af kurteisi og tillitsemi. Henni finnst gaman að baka tertur og bjóða vinkonum sínum í köku og kaffi.

Hvað heitir þú?

Linda Björk

Hvað ertu gamall/gömul?

31

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Mömmmu Tomma og Önnu

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Bara allt.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Já.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Örfáa mánuði.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er annar veturinn.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Smá hópþrýstingur.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Hafragraut.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Apa, þeir eru svo krúttlegir.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Ef ég ætti þáværu þeir undir koddanum mínum.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Átta.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Ísbirnir eru örvhentir.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Held ekki…

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Stór og sterk eins og Lína Langsokkur.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Við kynnum Litla Kall!

Sindri

Hesturinn Litli Kall hefur siglt höfin sjö með Langsokki skipstjóra og Línu litlu á Skopparakringlunni til fjölda ára. Aldurinn er aðeins farinn að segja til sín og hafaldan orðin heldur kröpp fyrir svona gamlan fák, en um leið og hann heyrir tónlist kviknar líf í gömlum glæðum og sá gamli verður aftur sem folald í trylltum dans.
Hvað heitir þú?

Sindri Snær Konráðsson Thorsen

Hvað ertu gamall/gömul?

22 ára gamall

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Litla Kall (hestinn)

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Það sem mér finnst skemmtilegast við minn karakter er hversu góður dansari hann er þrátt fyrir háan aldur.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Ég ólst upp við sögurnar eftir Astrid Lindgren, meðal annars Línu Langsokk.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Ég byrjaði í leiklist af einhverri alvöru þegar ég var 16 ára (2012), annars fékk ég mitt fyrsta hluverk 7 ára gamall.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Ég lék fyrst hjá Freyvangsleikhúsinu 2012, þá lék ég allskonar hlutverk í árlegum kabarett sem þau settu upp. Til gamans að geta hefur ekki verið settur upp kabarett síðan þá.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Leiklist hefur alltaf heillað mig. Ég hef alltaf haft gaman að því að koma fram og gefa af mér.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Ég borða annað hvort cheerios, kornflex eða hafragraut.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Í hreinskilni sagt væri ég frekar til í að eiga apa. Þarf ekki að eiga eitthvað sem ég er nú þegar.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Ég geymi þá inn í gítarnum mínum.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Ég hef farið til þriggja landa. Noregs, Danmerkur og Spánar.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Hestar gera sungið og dansað.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég get staðið á höndum og spilað á lúður með munninum.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Ég verð ekkert mikið stærri en ég er núna.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég hef lært að hneggja.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.