Freyvangsleikhúsið vill þakka þeim hundruðum gesta sem komu á sýningar á Kabarett ’08, Skítt með kerfil – tökum slátur!, kærlega fyrir komuna. Við vonum að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á sýningum á Vínlandi, sem verður verkefni vetrarins hjá Freyvangsleikhúsinu. Nánari upplýsingar um það verða birtar hér á heimasíðunni á næstunni.
Takk fyrir okkur!