
Eins og fram hefur komið verður sérstök stjörnusýning á Vínlandi laugardaginn 11. apríl. Þá mun hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir, sem samdi tónlistina í Vínlandi, koma og spila undir leikritinu og má því segja að sýningin sé í raun bæði leikhús og tónleikar.
Aðall rokksöngleiksins Vínland er tónlistin sem er allt í senn frumleg, kraftmikil, seiðandi og grípandi. Látið ekki einstakt tækifæri til að sjá Helga og hljóðfæraleikarana leika lausum hala í Freyvangsleikhúsinu laugardaginn 11. apríl.
Hver veit nema Helgi og hljóðfæraleikararnir taki aukalag eftir sýningu ef nógu vel er klappað?
Við minnum á sýningar miðvikudaginn 8. apríl og fimmtudaginn 9. apríl (skírdag)
Að sjálfssögðu er hægt að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.
Myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.