Freyvangsleikhúsið ætlar eftir áramót að setja á svið ,,Dýrin í Hálsaskógi“ eftir Torbjörn Egner og mun Ingunn Jensdóttir leikstýra verkinu. Vegna þessa verða áheyrnar- og textaprufur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára (3.-7. bekkur) í Hjartanu í Hrafnagilsskóla sunnudaginn 8. nóvember n.k. Prufurnar hefjast kl. 15:00 og allir áhugasamir velkomnir.
Sambærilegar prufur verða fyrir þá sem eldri eru í Freyvangi mánudaginn 9. nóvember kl. 19:00. Áhugasamir hvattir til að mæta.
Nánari upplýsingar gefur Halldór í 897-6083.