Kabarettinn “Af mönnum og gæsum” verður sýndur í Freyvangi 5. og 6. nóvember næstkomandi.
Föstudagskvöldið 5. nóv. opnar húsið 19:30 og sýningin hefst 20:30. Miðaverð er 1500 kr. og kaffiveitingar eru innifaldar í verðinu.
Laugardagskvöldið 6. nóv. opnar húsið 20:00 og sýningin hefst 21:00 og svo er ekta sveitaball á eftir. Miðaverð er 2500 kr. og aldurstakmark er 16 ára. Hljómsveitin Heykvísl spilar fyrir dansi.
Miðar verða eingöngu seldir við innganginn. Ekki er tekið við miða og borðapöntunum!!