Stjórn Freyvangsleikhússins vill óska meðlimum sínum, vinum og velunnurum gleðilegs nýs árs með kærum þökkum fyrir árið sem nú er við það að kveðja.
Við þökkum frábærar móttökur á árinu og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á uppsetningu okkar á Góða dátanum Svejk sem verður frumsýnt í febrúar á nýju ári. Lifið heil.