Leikhópurinn glaðbeittur á æfingu

Nývirki, haustsverkefni Freyvangsleikhússins 2011, verður frumsýnt í kvöld kl. 20:00.

Nývirki eru níu ný stuttverk eftir félaga í Freyvangsleikhúsinu.

Sannleikurinn eftir Helga Þórsson í hans leikstjórn. Hvers eðlis er sannleikurinn? Bítur hann eða er hægt að drepa hann?

Axjón eftir Hjálmar Arinbjarnarson í hans leikstjórn. Ýmislegt getur gengið á í framleiðslu áhugaverðra mynda fyrir fullorðna.

Merkilegt eftir Önnu Maríu Hjálmarsdóttur og Halldóru Kr. Vilhjálmsdóttur í leikstjórn Theodórs Inga Ólafssonar. Hafa ráðsett hjón fjarlægst hvort annað vegna tölvutækninnar?

Skyrturnar eftir Atla Viðar Engilbertsson í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar. Ráðherrann vill bara hvítar skyrtur, ekki svartar eða gular! Hvernig bregst hann við áreitni herra Bleiks og yfirgangi fröken Bláhers? Hvað koma álfarnir þessu við?

Handbók fyrir byrjendur eftir Hjálmar Arinbjarnarson í hans leikstjórn. Ný sýn á Gullna hliðið í kjölfar nýrra aðstæðna í breyttum raunveruleika íslensks samtíma.

Kaffi, smók og piss eftir Daníel Frey Jónsson í hans leikstjórn. Þegar fólk hefur verið alið upp á kaffi á það stundum erfitt með að sjá að kaffi er kannski ekki eins gott og hollt og það hélt. Þegar einhver bendir á að sumt sem hefur verið gengið út frá sem viðteknum sannleik, standist ef til vill ekki, riðar heimsmyndin til falls.

Banvæn viðskipti eftir Helga Þórsson í leikstjórn Ingólfs Þórssonar. Viðskipti á miðöldum varpa ljósi á hugmyndir og heimsmynd sem var.

Jón Jónsson eftir Úlfhildi Örnólfsdóttur í leikstjórn Theodórs Inga Ólafssonar. Þegar Jóni Jónssyni er boðin stöðuhækkun virðist framtíðin blasa við honum en hann er ekki alveg viss um hvort hann eigi að þiggja stöðuna því gagnstæðar langanir togast á hjá honum.

Dah… eftir Elísabetu Katrínu Friðriksdóttur í leikstjórn Helga Þórssonar. Samskipti kynjanna geta verið margslungin og eðli ástarinnar undarlegt. Hvað er það á endanum sem ræður úrslitum í þeim efnum?

Leikarar í Nývirki eru: Anna María Hjálmarsdóttir, Anton Albert Eggertsson, Arnar Hrólfsson, Brynjar Gauti Schiöth, Dagbjört Guðjónsdóttir, Daníel Freyr Jónsson, Halldóra Kr. Vilhjálmsdóttir, Hallur Örn Guðjónsson, Helgi Þórsson, Hjálmar Arinbjarnarson, Inga María Ellertsdóttir, Ingibjörg Ásta Björnsdóttir, Steingrímur Magnússon, Theodór Ingi Ólafsson og Úlfhildur Örnólfsdóttir. Flestir leikaranna leika í fleiri en einu verki.

Miðaverði er stillt í hóf, eða einungis 1.500,- kr. og hægt er að panta miða hér á síðunni (undir flipanumPanta miða hér að ofan) eða í síma 857 5598 milli 17:00 og 19:00.

Sýnt í október.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s