Næstkomandi þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 verður haldinn fyrsti kabarett fundurinn í Freyvangi. Ætlunin er að setjast niður og ræða málin og skipuleggja næstu skref. Venjan hefur verið að sýna kabarettinn fyrstu helgina í nóvember en í ár munum við breyta út af þeirri venju. Ætlunin er að sýna aðra eða þriðju helgina í mánuðinum.
Jónsteinn Aðalsteinsson ætlar að stýra kabarettinum í ár og er það ætlunin að setja á svið frábæra sýningu sem allir hafa gaman af.
Ef þið hafið áhuga á að vera með, endilega mætið á þriðjudagskvöldið og ekki væri verra ef þið hefðuð einhverjar hugmyndir í farteskinu.
Endilega bjóðið öllum þeim með ykkur sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu verkefni.