Föstudagskvöldið 18. nóvember verður hinn árlegi kabarett Freyvangsleikhússins sýndur. Sýningin hefst klukkan 20:30, húsið opnar klukkutíma fyrr. Að venju verður boðið upp á kaffiveitingar með sýningunni. Að sýningu lokinni mun hin stórkostlega hljómsveit, Þuríður Formaður og Hásetarnir stíga á stokk og halda uppi fjörinu fram til klukkan 01:00. Miðaverð er 2000 krónur, kaffiveitingar og gömludansaball innifalið.

Laugardagskvöldið 19. nóvember verður síðan seinni sýningin. Sýningin hefst 21:00, húsið opnar klukkutíma fyrr. Að sýningu lokinni stígur á stokk Akureyringurinn Rúnar Eff ásamt hljómsveitinni Manhattan  og munu þeir félagar spila til klukkan 04:00. Miðaverð er 2500 krónur og er ballið innifalið.

Ætli verði ekki skemmtilegra á kabarett en í afmælinu hjá Elmari á Hríshóli?
Hjörtur á Rifkelsstöðum og Axel í Víðigerði ÆTLA að mæta.
Benjamín á Tjörnum verður með myndavélina á lofti!
Verður gert grín að ÞÉR??? ÞORIRU EKKI að mæta????

P.s: Svertingsstaða-mafían fékk sínu fram, Theodór Ingi er ekki kynnir í ár!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s