Fyrsti kabarettfundur vetrarins verður haldinn í Freyvangi á miðvikudagskvöldið, 10. október, kl 20:00. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta, hvort sem þeir hafa áhuga á söng, dansi eða leik. Ekki er verra ef einhver lumar á skáldhæfileikum eða þekkir allt slúðrið úr Eyjajarðarsveit og næsta nágrenni. Sýningar á kabarett eru fyrirhugaðar fyrstu helgina í nóvember og verða nánar auglýstar síðar. Sjáumst hress á miðvikudagskvöldið.