1660837_597890577001136_3937885331973952392_n

Benedikt Axelsson ljósameistari mun kynna fyrir okkur lykilatriði þess að hanna lýsingu, hvernig við setjum upp ljós og meðhöndlun á tæknibúnaði.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar,tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn.

Markmiðið námskeiðsins er að koma saman hópi af fólki sem seinna meir getur hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis. Og svo auðvitað að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsingu, hvernig hún getur haft áhrif á leikrit og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum!

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi;

 • Lykilatriðin þrjú: staðsetning, litur, styrkur.
 • Smit og endurkast, bakgrunnur.
 • Staðsetning leikara gagnvart bakgrunni, leikmynd o.fl.
 • Vinnuferlið, hugmynd, leikmynd, könnun á búnaði.
 • Atriðalisti, “að læra sýninguna”, “draumaferlið”, vikuskiptingu og tímaplan.
 • Ljósaplön, teikningar, kjúlistar ofl.
 • Upphenging, innstilling, kjúvinna.
 • Að keyra ljósin, mismunandi ljósaborð, ath innstillingar, liti o.fl.
 • Litir ljóss og þess sem það lendir á (litafræði ljóss gagnvart “additive” litum)
 • Tækin sem við notum: ljósaborð, dimmar, tengingar og ljós.
 • Tegundir ljósa, hvar notum við hvað, og hvað þarf til.
 • Svolítið um skjávarpa og óhefðbundinn ljósabúnað.

Námskeiðsgjöld verða í algjöru lágmarki, eða 6.000 kr. á haus, skráning á netfangið freyvangur@gmail.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s