Hún Lína heldur uppi fjörinu á fjölum Freyvangsleikhússins og heyra má hlátrasköll berast frá sviðinu víða um sveitina. Lína og vinir hennar eru orðin aldeilis spennt að sýna sig fyrir gestum, og sérstaklega krökkunum, því það er svo ótalmargt sem Línu langar að segja þeim frá. Eins og til dæmis hvernig eigi að haga sér í kökuboðum og hvernig maður dansar skottís!
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember og verður þá heldur betur frumsýningarfjör og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14
sæl get ég pantað 5 miða i Línu langsokk 24 Nóvember
Sæl. Bóka þig.
Sæl get èg pantað 3 miða 10 nóv
Sæl. Við frumsýnum 16. Nóv.
Er líklegt að sýningar verði enn í gangi um jólaleytið?
Sæl.
Við stefnum á að hafa sýningar fram í miðjan des, og vonandi náum við sýningu á milli jóla og nýárs.