Símon

Tommi, er besti vinur Línu Langsokks, ásamt Önnu systur sinni. 

Hvað heitir þú?

Símon Birgir Stefánsson

Hvað ertu gamall/gömul?

Ég er 18 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Ég leik Tomma

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Aðallega að hann sé svo mikil andstæða við karakterinn minn sem ég lék í fyrra (Gunna gæ) síðan hvað hann er ljúfur og góður en samt ákveðinn prakkari í sér.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Jebbs, það hef ég þó svo að ég hafi ekki horft á Línu oft

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Ég var alltaf með í leikritinu sem skólinn minn setti upp en þar voru leikstjórarnir kennararnir í skólanum. Síðan var ég með í leikritinu sem leikfélag Menntaskólans á Akureyri setti upp vorið 2017. Og síðan tók Freyvangur við.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Ég var fyrst með í vor þegar við settum upp Þrek og Tár. Svo Lína Langsokkur er annað leikritið mitt í Freyvangi

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Ég hafði alltaf gaman af því að setja mig í spor annarra og vera ekki alltaf ég. Ég meina maður er maður sjálfur alla sína ævi svo það er fínt að hoppa í annan karakter stundum. Síðan er þetta líka svo gefandi starf.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Oftast er það nú bara cheerios á heimavistinni en stundum fæ ég mér niðurskorna papriku eða kiwi með.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Ég myndi frekar vilja eiga apann Herra Níels því hann er bara svo krúttlegur. Og apar yfirhöfuð. Það er hægt að halda á þeim og þeir geta verið svo mannlegir.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Tommi passar mjög vel uppá gullpeningana sem hann fær frá Línu enda eru þetta ALVÖRU gullpeningar. Hann hefur þá alltaf á sér.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Látum okkur sjá. Heldað að þau séu 13 en öll eru þau í Evrópu.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Á Júpíter rignir demöntum

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Nahh, enga hæfileika en ég gat talað 4 tungumál,  þegar ég var 6 ára sem er kannski ákveðinn hæfileiki.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Helst vildi ég vera bóndi en leikari hljómar alls ekkert illa heldur.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Já, að apar geta búið til kjötbollur

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s