Kæru vinir og félagar.
Haustverkefni Freyvangsleikhússins er leikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannel. Stefnt er að frumsýningu upp úr miðjum október og að sýnt verði fram að áramótum.
Við viljum bjóða öllum sem hafa áhuga á að leika í verkinu að mæta á samlestur helgina 24. og 25. ágúst kl. 14:00.
Þeir sem hafa áhuga á að vinna með okkur án þess að leika á sviði er velkomið að láta sjá sig í og kynna sig eða senda skilaboð á facebook síðunni okkar láta vita af sér.
Hittumst heil!
