Bingó helgarinnar hepnaðist sérlega vel, enda skipulagt af Bingó-reynsluboltum.
Um 120 manns mættu og spiluðu tíu leiki.
Ormur og Jóhanna sáu um að velja bestu tölurnar hverju sinni, en ekki dugði það til að allir gætu unnið en þó gengu allir sáttir frá borði.
Við viljum þakka öllum sem mættu og einnig öllum sem gáfu þessa veglegu vinninga sem í boði voru
Um næstu helgi verður svo stuttverka sýning þar sem sýnd verða nú frumsamin verk. Öll eru þau samin af félögum í Freyvangsleikhúsinu ásamt því að vera leikstýrt og flutt af félögum.
Nánar um stuttverkasýninguna á Fésbókarsíðu félagsins
