Við kynnum til leiks: Daða Frey

Hvað heitir þú? Daði Freyr Þorgeirsson

Hvað ertu gamall/gömul? Ég er 33 verð 34 í Desember.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi.

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Mortimer Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hann reynir að vernda gömlu systurnar frá öllu þó svo að hann ætti í raun bara að gefast upp.

Daði Freyr

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Nei ég leyni aldrei hæfileikum

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Ég byrjaði 2012 en hef tekið mér 2 hlé frá þessu í góðan tíma

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já ég lék Jökul Heiðar í Góðverkin Kalla 2017 minnir mig

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Bróðir minn átti að leika hlutverk en forfallaðist. Þá var hringt í mig og spurt hvort ég væri ekki til og ég sagði bara já. Svo var bæði mamma og pabbi virk í leikfélagi þegar ég var ungur.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Frábær!

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Nærbuxur!

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Ég er ekki viss en hallast að Guðjóni.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Brewster eða Frankenstein skrímslið?

Frankenstein leikarinn Boris Karloff lék í fyrstu uppfærslu leikritsins á Broadway ásamt því að vera fjárhagslegur bakjarl sýningarinnar. Nafn hans kemur nokkrum sinnum fram í verkinu þar sem einn úr Brewster fjölskyldunni þykir ákaflega líkur honum.

Hverjum finnst ekki gaman að vera líkt við eitt frægasta skrímsli kvikmyndasögunnar? Tja… allavega ekki Jónatan Brewster, svo mikið er víst.

Boris Karloff sem Frankenstein skrímslið.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Blúndur og blásýra síðan 1941!

Blúndur og blásýra var frumsýnt á Broadway árið 1941 við mjög góðar undirtektir.

Kvikmynd var gerð eftir leikritinu sama ár en var ekki sýnd fyrr en 1944, eftir að Broadway sýningin hætti.

Leikritið gekk í þrjú og hálft ár og var sýnt 1.444 sinnum.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Hvaðan koma Brewster-ar?

William Brewster silgdi til Norður-Ameríku með skipinu Mayflower árið 1620 frá Englandi ásamt öðrum púritönum. Hann var trúarleiðtogi nýlendunnar Plymouth í Massachusetts, sem er nú ekki langt frá Brooklyn þar sem þær systur búa. Það má því vel gefa sér það að Brewster fjölskyldan í Freyvangi séu beinir afkomendur Mayflower farans.

Blúndur og blásýra verður frumsýnt í Freyvangi 18. október næstkomandi kl. 20:00.

Miðasala opnar 1. október kl. 14:00

William Brewster
Mayflower

Brewster-ar í Freyvangi!

Brewster fjölskyldan á ættur sínar að rekja aftur til forn Skota? Nafnið var þá stafsheiti yfir bruggara og er talið að þá hafi bruggarar helst verið konur. Þær Abbý og Marta Brewster brugga sjálfar afar sérstakt ylliberjavín. Ætli það sé eftir gamalli ættaruppskrift?

Ekki missa af Blúndur og blásýra hjá Freyvangsleikhúsinu!

Miðasalan opnar 1. október!

Blúndur og blásýra í Freyvangi!

Æfingar eru í fullu fjöri á fjölum Freyvangsleikhússins og verður gamanleikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannel frumsýnt í október.

Systurnar Abby og Martha búa í ættarhúsinu ásamt bróðursyni sínum sem gengur ekki heill til skógar. Þær hafa orð á sér fyrir að vera einstök gæðablóð sem vilja allt fyrir alla gera. Annar bróðusonur þeirra býr skammt frá og nýtur góðs af gestrisni systranna. Svarti sauðurinn í fjölskyldunni kemur heim með miður göfug áform og ýmis konar misskilningur kemur upp því engan grunar að systurnar hafi myrt tólf manns með eitri og grafið í kjallaranum.

Leikritið var frumsýnt á Broadway árið 1941 og var þar á fjölunum í tæp þrjú ár við miklar vinsældir og hlaut mikil lof áhorfenda. Kvikmynd eftir leikritinu kom út 1944 og hlaut einnig mikil lof. Verkið hefur þótt mjög vinsælt í íslensku leiklistarflórunni, enda bráðskemmtilegt og drepfyndið.

Frumsýnt verður upp úr miðjum október og sýningar verða í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld fram að jólum.

Miðasalan opnar 1. Október. Miðaverði verður stillt í hóf og kostar hver miði aðeins 3.500 kr. en við bjóðum líka upp á frábær hópatilboð.