Við kynnum til leiks: Gunnar Möller

Hvað heitir þú? Gunnar Möller

Hvað ertu gamall/gömul? 38 (Ég gerði ekkert merkilegt fyrstu 13 árin þannig að ég tel þau ekki með)

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Jógúrt, Cheerios, Ristað brauð og FIMM Espresso
   
Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra?  Tedda Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hann er heldur klikkaðri en ég, með naumindum þó.

Gunnar Möller

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Nei, hef ekki fundið neina þörf á að leyna mínum hæfileikum.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Alger nýgræðingur

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, Superstar 1991-2 tók svo smá pásu og sá svo um tónlist í Línu Langsokk 2018-19.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Er eiginlega ennþá að ákveða hvort ér sé farinn út í leiklist

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? – Minni

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Þetta voru bara þýsk mörk, algerlega verðlaus.

Og að lokum….
Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær?
Klárlega Guðjón, það sést á honum (NEI, ég er að tala um svipinn á honum, ekki vaxtalagið!!!)

Við kynnum til leiks: Sjöfn

Hvað heitir þú? Sjöfn Snorradóttir

Hvað ertu gamall/gömul? 27 ára

Hvað fékkstu þér í morgunmat Ristað brauð

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Doktor Einstein

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hún kann að redda sér úr klípum

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Á mjög erfitt með að halda hæfileikum mínum leyndum.

Sjöfn

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Síðan 2010, s.s. níu ár.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Oft, allaveganna sex sinnum áður.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Hef alltaf haft mikin áhuga á leiklistinni og þegar ég tók þátt í fyrstu sýningunni minni í framhaldsskóla þá var ekki aftur snúið.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Leikari.

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Sverð.

Og að lokum…. Stay sexy and don’t get murdered.

Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Það var 100% Daði

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Jakob

Hvað heitir þú? Jakob Ágúst Róbertsson

Hvað ertu gamall/gömul? 21árs

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Jónatan Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hversu klikkaður hann er.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Jájá, til dæmis að spúa eldi.

Jakob

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? 1ár.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Nei

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Amma mín var alltaf amk. 1x á ári í einhverju leikriti og mér fannst svo gaman að horfa á þau að mig langaði að prófa.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Tónlistarmaður eða stálsmiður

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?
Helling og böns af beikoni

Og að lokum….
Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær?
Ragnar nokkur Bollason nappaði kökunni úr krúsinni í gær.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Johönnu Madsen

Hvað heitir þú? Johanna Flensborg Madsen

Hvað ertu gamall/gömul? 26 ára

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Múslí með banana og haframjólk

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Elínu Harper

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað ég fæ að skella oft hurðum

Johanna Madsen

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Get smíðað hús.. ekki að það sé svo leynt

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Sirka fjórar vikur (síðan ég varð Elín Harper)

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Nei

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Hafði svo oft heyrt að ég gæti þetta ekki.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Heilbrigð og hamingjusöm

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Rútu af bjór

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Ég stal henni. Ekki segja samt!

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Við kynnum til leiks: Daða Frey

Hvað heitir þú? Daði Freyr Þorgeirsson

Hvað ertu gamall/gömul? Ég er 33 verð 34 í Desember.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi.

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Mortimer Brewster

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hann reynir að vernda gömlu systurnar frá öllu þó svo að hann ætti í raun bara að gefast upp.

Daði Freyr

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Nei ég leyni aldrei hæfileikum

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Ég byrjaði 2012 en hef tekið mér 2 hlé frá þessu í góðan tíma

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já ég lék Jökul Heiðar í Góðverkin Kalla 2017 minnir mig

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Bróðir minn átti að leika hlutverk en forfallaðist. Þá var hringt í mig og spurt hvort ég væri ekki til og ég sagði bara já. Svo var bæði mamma og pabbi virk í leikfélagi þegar ég var ungur.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Frábær!

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Nærbuxur!

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Ég er ekki viss en hallast að Guðjóni.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Brewster eða Frankenstein skrímslið?

Frankenstein leikarinn Boris Karloff lék í fyrstu uppfærslu leikritsins á Broadway ásamt því að vera fjárhagslegur bakjarl sýningarinnar. Nafn hans kemur nokkrum sinnum fram í verkinu þar sem einn úr Brewster fjölskyldunni þykir ákaflega líkur honum.

Hverjum finnst ekki gaman að vera líkt við eitt frægasta skrímsli kvikmyndasögunnar? Tja… allavega ekki Jónatan Brewster, svo mikið er víst.

Boris Karloff sem Frankenstein skrímslið.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Blúndur og blásýra síðan 1941!

Blúndur og blásýra var frumsýnt á Broadway árið 1941 við mjög góðar undirtektir.

Kvikmynd var gerð eftir leikritinu sama ár en var ekki sýnd fyrr en 1944, eftir að Broadway sýningin hætti.

Leikritið gekk í þrjú og hálft ár og var sýnt 1.444 sinnum.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Hvaðan koma Brewster-ar?

William Brewster silgdi til Norður-Ameríku með skipinu Mayflower árið 1620 frá Englandi ásamt öðrum púritönum. Hann var trúarleiðtogi nýlendunnar Plymouth í Massachusetts, sem er nú ekki langt frá Brooklyn þar sem þær systur búa. Það má því vel gefa sér það að Brewster fjölskyldan í Freyvangi séu beinir afkomendur Mayflower farans.

Blúndur og blásýra verður frumsýnt í Freyvangi 18. október næstkomandi kl. 20:00.

Miðasala opnar 1. október kl. 14:00

William Brewster
Mayflower

Brewster-ar í Freyvangi!

Brewster fjölskyldan á ættur sínar að rekja aftur til forn Skota? Nafnið var þá stafsheiti yfir bruggara og er talið að þá hafi bruggarar helst verið konur. Þær Abbý og Marta Brewster brugga sjálfar afar sérstakt ylliberjavín. Ætli það sé eftir gamalli ættaruppskrift?

Ekki missa af Blúndur og blásýra hjá Freyvangsleikhúsinu!

Miðasalan opnar 1. október!