Sýningin í Þjóðleikhúsinu verður sunnudaginn 29. maí kl. 20:00. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu og á midi.is

Brynjar Gauti í hlutverki sínu sem Svejk

Eins og alþjóð sennilega veit þá er Freyvangsleikhúsið að fara með sýningu sína, Góði Dátinn Svejk í Þjóðleikhúsið í lok mánaðarins. Því verða tvær aukasýningar á verkinu hér norðan heiða á næstunni. Bæði er það til að gefa þeim sem ekki enn hafa séð sýninguna tækifæri til þess og einnig er ætlunin að afla peninga til fararinnar. Þannig að þeir sem vilja sjá gott leikrit og í leiðinni styrkja leikfélagið endilega mætið í Freyvang.

Sýnt verður laugardaginn 21. maí kl. 20:00 og sunnudaginn 22. maí kl. 15:00. Á sunnudagssýningunni verður boðið upp á vöfflur og kaffi að hætti formannsins. Miðaverð á sýningarnar er 2000 krónur og eru kaffiveitingarnar innifaldar í því verði á sunnudeginum.

Þar sem sumarstarfsemin er hafin í Freyvangi þá er búið að taka niður pallanna og því eru sætin niður á gólfi.

Með bestu kveðjum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s