Undirbúningur vegna haustverkefnis 2011 er að hefjast. Fyrsti undirbúningsfundur verður haldinn miðvikudaginn 27. júlí kl. 20:30 á Bláu könnunni. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Stefnt er að því að halda vikulega undirbúningsfundi þangað til æfingar hefjast, væntanlega í lok ágúst eða um mánaðarmótin ágúst/september.
Þeir sem ekki komast á fundinn á miðvikudagskvöldið en hafa áhuga á að vera með mega endilega láta Daníel vita í póstfangið: danielfrjons@gmail.com