Krabbamein er sjúkdómur sem dregur fleiri til dauða en nokkuð annað.  Krabbamein spyr ekki um landamæri, það spyr ekki um húðlit, það spyr ekki um kyn og það spyr ekki um trúarbrögð.  Krabbamein er alls staðar og það geta allir fengið það.  Að missa ástvin úr krabbameini er hræðileg upplifun getur oft tekið langan tíma fyrir þann sem lifir að ná áttum á nýjan leik.  Á svoleiðis stundum er gott að eiga góða vini, sem skilja mann og vita hvað þarf að gera til að hjálpa.

Dagatalsdömurnar er frásögn af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í uppsveitum Englands rétt fyrir aldamótin.  Um þessa sögu var skrifað handrit að bíómynd og seinna handrit að leikriti.  Það leikrit var, árið 2010, valið besti gamaleikur á Englandi og nú hefur Freyvangsleikhúsið keypt sýningarréttinn og mun sýna á stóra sviðinu í Freyvangi næstu vikurnar.  Það er þörf upplifun fyrir landsmenn að skreppa í Freyvang og sjá hvernig alvöru ástvinir fórnarlambs krabbameins, heiðra minningu þess sem lést og létta sína eigin lund í leiðinni.  Höfundur verksins er Tim Firth, íslensk þýðing er eftir Davíð Þór Jónsson og leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

dagatalsdomurnar_01[1]

Frumsýning á Dagatalsdömunum verður í Freyvangi föstudagskvöldið 1. febrúar og önnur sýning sunnudagskvöldið 3. febrúar.  Síðan er stefnt á sýningar öll föstudags- og laugardagskvöld, eins lengi og aðsókn leyfir.  Miðaverð er 3000 kr. og miðapantanir eru í síma 8575598 og á freyvangur.net.  Hluti af miðaverði rennur til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s