Kæru vinir!
Stefnan var tekin hátt í haust og ætlum við að frumsýna söngleikinn Fiðlarinn á þakinu seinni hluta febrúar (nánari dagsetning auglýst fljótlega).
Fiðlarinn er stórt og mikið stykki með mörgum stórum og flottum lögum og lúmskum húmor og í raun öllum tilfinningaskalanum. Nálægt 35 manns spreyta sig á fjölunum að ógleymdum þeim sem ekki sjást þar en eru ekki síður mikilvægir.
Hann Hjalli okkar kom á æfingu hjá okkur og tók nokkrar myndir, sem hægt er að skoða á Facebook síðu félagsins hér: https://www.facebook.com/freyvangur
Hlökkum til að sjá ykkur!