Kæru vinir.
Æfingar eru í fullu fjöri í Freyvangsleikhúsinu, enda fer að styttast í frumsýningu.

IMG_5671

Víðfrægi og sívinsæli stórsöngleikurinn Fiðlarinn á þakinu verður frumsýndur fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 og verða sýningar í kjölfarið þá helgi, föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og laugardaginn 28. febrúar kl. 20 og verða svo sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum eftir það.

 

IMG_5636Um að gera kæru vinir að koma og heimsækja okkur í rússneska smáþorpið Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevye býr ásamt fjölskyldu sinni. Kynnist lífi lítils gyðingasamfélags, þar sem þorpsbúar lifa í föstum skorðum, mótuð af aldagömlum hefðum og siðvenjum. Sjáiðhvaða átök verða þegar æskan sýnir gömlu siðunum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráð för.

 

Miðasala er hafin og hægt er að panta í síma 857-5598.

IMG_5703Einnig er hægt að panta með tölvupósti í netfang freyvangur@gmail.com og í skilaboðum á facebook síðu félagsins.

 

Athugið að myndir þessar eru teknar af æfingu og þar með ekki endanleg heimild, enn er verið að vinna í sviðsmynd, búningum og fleiru.
Ljósmyndari: Hjálmar Arinbjarnarson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s