Kæru vinir.
Við hjá Freyvangsleikhúsinu viljum vekja athygli á að Minningarsýning kemur í stað Stjánasýningar sem leikfélagið hefur verið með á ári hverju í nokkurn tíma. Ættingjar Stjána óskuðu eftir þessari breytingu og fannst rétt að heiðra minningu fleiri félaga.
Þess má geta að innkoman af sýningunni rennur í sérstakan sjóð í eigu Freyvangsleikhússins, er sjóðurinn ætlaður til að styðja við félaga sem kjósa að mennta sig á námskeiðum ásamt annari uppbyggingu félagsins.
Minningarsýning genginna félaga verður laugardaginn 19. desember næstkomandi kl. 14.