Kæru vinir.

Því miður sjáum við okkur ekki annað fært en að fella niður sýninguna, sem átti að vera kl. 14 í dag, vegna veðurs.

Það eru mörg börn og ungmenni sem leika í sýningunni okkar, ásamt því að stærstur hluti áhorfenda okkar eru börn. Við hjá Freyvangsleikhúsinu viljum ekki taka neinar áhættur með að fólk sitji fast í kuldanum með krakkana, svo að það verður ekki sýning í dag.

Við mælum frekar með því að fólk nýti daginn í að liggja undir teppi með heitt kakó og bíða eftir jólunum.

Haft verður samband við alla þá sem áttu pantaða miða í dag og þeim boðið að koma á morgun í staðinn.

Endilega hafið samband við miðasölu í síma 857-5598 fyrir frekari upplýsingar.

 

happy-blizzard-christmas-3525410

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s