Kæru vinir!

Þann 24. október síðastliðinn frumsýndum við fjölskyldusýninguna Klaufar og kóngdætur við mjög góðar undirtektir.

Meðal frumsýningargesta voru þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson, en eftir sýninguna skrifuðu þau gagnrýninina hér að neðan og gáfu okkur fullt leyfi til að nota hana að vild.

Við þökkum Írisi og Hjörleifi kærlega fyrir komuna og fyrir hlý orð í okkar garð.

Freyvangsleikhúsið frumsýndi Klaufa og kóngsdætur eftir þá Sævar Sigurgeirsson, Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason þann 24. október sl. Leikurinn er borinn upp af kornungum leikurum sem margir hverjir hafa tekið þátt í leikuppfærslum á Akureyri,m.a. leikið engla í Gullna Hliðinu og búið sér sjálf til vettvang til leiklistar þegar því er að skipta. Auk þeirra skipa eldri og reyndari leikarar stór hlutverk í sýningunni og ljá henni þá þyngd og festu sem nauðsynleg Freyvangur kongar og kongsdaetur 43-15-01 (1)er. Þessi samsetning leikhópsins er e.t.v. lýsandi fyrir starfsemi Freyvangsleikhússins sem hefur haldið dampi lengur og betur en flest áhugafélög, verið listrænn farvegur fyrir bæði reynslubolta og byrjendur á leiksviði og sett upp hverja metnaðarfullu leiksýninguna á fætur annari. Freyvangsleikhúsið vílar ekki fyrir sér að ráðast í gríðarlega metnaðarfull verkefni og hefur m.a. oftlega séð Norðlendingum fyrir barna- og fjölskylduleikhúsi sem tilfinnanlega hefur skort í leikhúslíf Akureyrar.

Leikritið Klaufar og kóngsdætur hlaut grímuverðlaunin sem barnaleikrit ársins árið 2005 og þarf engan að undra því það er vel og fallega saman sett af ljótu hálfvitunum þrem; Ármanni, Sævari og Þorgeiri. Við veltum raunar fyrir okkur á heimleiðinni hvers vegna þessi snillimenni væru ekki hreinlega á launum hjá leikhúsum borgarinnar við að skrifa barnaleikrit. Ármanni Guðmundssyni leikstjóra eru vissulega hæg heimatökin að stjórna eigin verki en á móti er þar nokkur aðstöðumunur að hafa ekki brúðuleikhús við hendina og allar þær töfralausnir sem Þjóðleikhúsið hefur upp á að bjóða. Ármann hefur unnið fábært starf með þessum unga leikhópi og nýtt sér út í æsar þá hömlulausu leikgleði sem þarna svífur yfir vötnum.

3I7A4581

Sýningin er mikið hópverkrefni og engin leið eða ástæða til að staldra við frammistöðu einstakra leikara sem flestir voru í mörgum hlutverkum. Ekki verður þó annað hægt en að minnast á þann sem aðeins lék eina persónu þ.a.s. Valdimar Gunnarsson í hlutverki ævintýraskáldsins H. C. Andersens.Hann dúkkaði upp með jöfnu millibili með sínum fallega talanda og náði einstaklega vel að vera sú góðlátlega þungamiðja sem öll ævintýrin hverfðust um.


Búningar og lýsing og leikmynd undirstrikuðu ævintýrablæinn.
Búningarnir voru í hressilegum litum og margt þar snilldarlega gert s.s. kórónur úr plasthnífapörum og smádóti úr ýmsum áttum. Þessi litskrúðugi öskudagsstíll gat þó á köflum verið full sundurgerðarlegur til að þjóna frásögninni í leikritinu. Tónlistarflutningurinn í höndum hinna ungu leikara var e.t.v. nokkuð hikandi á frumsýningunni. Tónlistin skipar veigamikinn sess og textarnir eru dásamlegir eins og vænta mátti af höfundum.

3I7A4465Að frátöldum þesssum sparðatíningi er óhætt að segja að sýning Freyvangsleikhússins á Klaufum og kóngsdætrum sé hreint dásamleg fjölskylduskemmtan eins og heyra mátti á hlátrasköllum ungra sem aldinna á frumsýningunni. Sýningin er enn ein rós í hnappagat Freyvangsfólks sem lætur sér annt um ungdóminn bæði í hópi áhorfenda og þá nýju kynslóð leikara sem þarna fær tækifæri til að skapa og þroskast í félagsskap þeirra sem eldri eru.

Við mælum svo sannarlega með þessari ágætu fjölskylduskemmtun. Gleðin hefur völd og við hlógum dátt þessa kvöldstund í Freyvangsleikhúsinu.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

Hjörleifur Hjartarson

3I7A3451

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s