Hér skal nú glens og gaman,

við getum spjallað saman.

Pippi_4snilsson

Gáum hvað þú getur,

vinur gettu hver ég er.

 

Heil og sæl kæru vinir og félagar!

Nú þegar haustið færist nær fer að líða að því að leikfélagið vakni úr sumardvalanum og setji sig í stellingar fyrir komandi glens og gaman vetrarins.

Veturinn verður heldur betur skemmtilegur, en sterkasta stelpa í heimi ætlar að halda uppi stuðinu í Freyvangi. En engin önnur en Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, betur þekkt sem Lína Langsokkur, ætlar að stíga á stokk!

Stefnt er á að Lína verði komin í sýningarform um miðjan Nóvember og standi vaktina á fjölum Freyvangsleikhússins fram yfir áramót!

En Lína verður auðvitað ekki ein síns liðs, heldur verða ýmsir félagar hennar með henni og þess vegna verða samlestrar og prufur um miðjan September, en nánari tímasetningu auglýsum við síðar, og eins og alltaf, þá eru allir velkomnir.

Hittumst heil!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s