Að vera umboðsmaður sterkasta manns í heimi er alveg pottþétt gigg, sérstaklega þar sem enginn þorir að reyna á hvort Adolf sé í rauninni sterkastur í heimi… nema kannski Lína.
Hvað heitir þú?
Þórkatla Haraldsdóttir
Hvað ertu gamall/gömul?
21
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Umboðsmann Adolfs sterka og sjóræningja.
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Umboðsmaðurinn er svo skemmtilega sirkuslegur. Svo sakar ekki að vera með staf til að pota í aðra.
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já.
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
8 ár.
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Þetta er fyrsta uppfærslan mín.
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Frelsið og hamingjan sem fylgir starfinu.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Kaffi.
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Úff, hestinn held ég, hann gæti borið mig á staði.
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Í hattinum mínum
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
8 landa.
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)
Ég er yngri núna heldur en ég er núna.
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Ég get hreyft bæði eyrun, og annað eyrað til skiptis.
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Listamaður og fyrirmynd.
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Ég er nýbúin að læra að prjóna.
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.