Sindri

Hesturinn Litli Kall hefur siglt höfin sjö með Langsokki skipstjóra og Línu litlu á Skopparakringlunni til fjölda ára. Aldurinn er aðeins farinn að segja til sín og hafaldan orðin heldur kröpp fyrir svona gamlan fák, en um leið og hann heyrir tónlist kviknar líf í gömlum glæðum og sá gamli verður aftur sem folald í trylltum dans.
Hvað heitir þú?

Sindri Snær Konráðsson Thorsen

Hvað ertu gamall/gömul?

22 ára gamall

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Litla Kall (hestinn)

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Það sem mér finnst skemmtilegast við minn karakter er hversu góður dansari hann er þrátt fyrir háan aldur.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Ég ólst upp við sögurnar eftir Astrid Lindgren, meðal annars Línu Langsokk.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Ég byrjaði í leiklist af einhverri alvöru þegar ég var 16 ára (2012), annars fékk ég mitt fyrsta hluverk 7 ára gamall.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Ég lék fyrst hjá Freyvangsleikhúsinu 2012, þá lék ég allskonar hlutverk í árlegum kabarett sem þau settu upp. Til gamans að geta hefur ekki verið settur upp kabarett síðan þá.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Leiklist hefur alltaf heillað mig. Ég hef alltaf haft gaman að því að koma fram og gefa af mér.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Ég borða annað hvort cheerios, kornflex eða hafragraut.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Í hreinskilni sagt væri ég frekar til í að eiga apa. Þarf ekki að eiga eitthvað sem ég er nú þegar.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Ég geymi þá inn í gítarnum mínum.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Ég hef farið til þriggja landa. Noregs, Danmerkur og Spánar.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Hestar gera sungið og dansað.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég get staðið á höndum og spilað á lúður með munninum.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Ég verð ekkert mikið stærri en ég er núna.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég hef lært að hneggja.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s