Mamma Tomma og Önnu leggur mikið upp úr því að börnin sín hagi sér af kurteisi og tillitsemi. Henni finnst gaman að baka tertur og bjóða vinkonum sínum í köku og kaffi.
Hvað heitir þú?
Linda Björk
Hvað ertu gamall/gömul?
31
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Mömmmu Tomma og Önnu
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Bara allt.
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já.
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Örfáa mánuði.
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Þetta er annar veturinn.
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Smá hópþrýstingur.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Hafragraut.
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Apa, þeir eru svo krúttlegir.
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Ef ég ætti þáværu þeir undir koddanum mínum.
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
Átta.
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)
Ísbirnir eru örvhentir.
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Held ekki…
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Stór og sterk eins og Lína Langsokkur.
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.