Anna er besti vinur Línu, ásamt Tomma bróður sínum. Eins og henni finnst Lína sniðug og skemmtileg, þá finnst henni samt ekkert alltaf svo sniðugt að skrökva eða haga sér illa.
Hvað heitir þú?
Embla Björk
Hvað ertu gamall/gömul?
16 ára
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Ég leik Önnu
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Mér finnst skemmtilegt hvað hún er samviskusöm
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já ég las alltaf bækurnar um hana og horfði á myndirnar þegar ég var lítil
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Ég hef verið í leiklist síðan ég var í 3. bekk
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Þetta er önnur sýningin sem ég tek þátt í
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Mér finnst svo gaman að fá alla þessa athygli
Hvað borðar þú í morgunmat?
Fæ mér oft bara kaffi og eitthvað morgunkorn
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Ég myndi vilja eiga apa, þeir eru svo krúttlegir og passa betur í herbergið mitt
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Það er leyndarmál 😉
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
Fjögurra landa
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)
Krókudílar geta ekki rekið út úr sér tunguna
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Ég kann að spila á ukulele
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Rafeindavirki, já eða leikari
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Þú getur sagt “Yo, banana boy” bæði afturábak og áfram og það er alltaf eins!
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.