Fínni frú væri hvergi hægt að finna þó víða væri leitað! Frú Grenjsted gefur ekki mikið uppi um hver hún raunverulega er eða hvernig hún varð að svona svakalega fínni frú, en henni finnst rjómatertur svo sannarlega góðar.
Hvað heitir þú?
Birna Ösp Traustadóttir
Hvað ertu gamall/gömul?
20
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Frú Grenjsted
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Hún er rosalega hneyksluð kona
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Síðan ég var lítil
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Þetta er þriðja árið mitt
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Áhuginn
Hvað borðar þú í morgunmat?
Misjafnt
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Apa? Þeir eru sætur
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Inn í dýnunni minni
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
4
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)
Sniglar eru með 5 rassa og geta sofið í 3 ár
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Já ég er rosalega góð í að deyja
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Listakona
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Já, ég hef lært það að broddgeltir fljóta í vatni
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.