Elfa

Apakötturinn Herra Níels, heimsflakkari og kjötbollugerðarmeistari, er fjörugur, klár og dansglaður. Hann elskar banana og finnst afskaplega gaman að stríða Litla Kalli, hestinum. En þeir eru þó góðir vinir og félagar og passa upp á hvorn annan.

Hvað heitir þú?

Elfa Rún Karlsdóttir

Hvað ertu gamall/gömul?

10 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Herra Níels

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Hvað hann er mikill prakkari

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Hef tekið þátt í skólaleikritum. En þetta er í fyrsta skiptið sem ég er að leika utan skólans.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er í fyrsta skiptið.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Það er áhugamálið mitt og mér finnst það mjög skemmtilegt.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Kornflex, cheerios og weetos.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Mig langar að eiga hest en örugglega minni vinna að vera með apa. Svo eru þeir líka svo skemmtilegir. Þannig að ég væri alveg til í að eiga apa líka.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Kemur í ljós.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Danmerkur, Noregs, Frakklands og Bretlands.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Að Donald Trump hafi verið kosinn forseti Bandaríkjanna.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ég er góð í bílaklessuleik og að nudda.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Leikari og dansari.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég er að læra skemmtilega söngva í leikritinu og nýfarin að læra tónfræði hjá Mæju, sem kemur sér vel þar sem ég er að læra að spila á selló.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s