Rétt skal vera rétt og ekkert barn án eftirlits! Frú Prússolín er forvígismaður barnaverndarnefndarinnar í bænum. Hún sér til þess að öll börn bæjarins búi með fullorðnum og hljóti sómasamlegt uppeldi.
Hvað heitir þú?
Helga Dögg Jónsdóttir
Hvað ertu gamall/gömul?
28 ára
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Frú Prússolín
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Hvað hún er algjör andstæða við sjálfa mig, stíf, fúl á móti og gjörsamlega húmorslaus !
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já, hvernig spyrðu?
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Bara um það bil ár….
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Ég hef bara verið með Freyvangsleikhúsinu í eitt ár en vonandi verða þau mun fleiri.
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Ég hef alltaf haft mjög gaman af leikhúsi, ég hef frá barnsaldri verið mikið í tónlist og komið aðeins að leikhúsinu í kringum tónlistina en mig langaði að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prufa að leika, í stuttu máli þá kolféll ég fyrir leiklistinni og stefni ekki á að hætta í bráð.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Hafragraut með kanill og rúsínum og sterkan kaffibolla!
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Apa, því ég á nú þegar fjóra hesta..
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna…
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
7 landa.
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist?
Nefið á þér hættir aldrei að stækka, því geta að meðaltali 5 feitar dúfur setið á nefinu á þér þegar þú nærð 80 ára aldri…
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Ég get borað í nefið með tánum…
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Broadway stjarna! … en ef það klikkar þá held ég mig bara við hjúkrun..
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Að vera með fýlusvip þegar allir aðrir hlægja.
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.