Óðinn

Skipstjóri Skopparakringlunnar, Kapteinn Langsokkur, siglir um höfin 7 eins og hverjum sjórængja sæmir. Suður-höfin eru í sérstöku uppáhaldi, en þar geta öldurnar orðið ansi háar. Það er svo sem ekkert mál þó maður detti út fyrir borð. Maður flýtur bara á spikinu að næstu eyju og kjamsar á hákarli þar til áhöfnin finnur mann.


Hvað heitir þú?

Óðinn Snær Björnsson

Hvað ertu gamall/gömul?

40 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Langsokk Skipstjóra og Adolf Sterka

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Búningurinn hans Adolfs og lyftingarnar hjá Langsokk

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Þetta er þriðja verkið sem ég tek þátt í og svo bara Skólaskemmtanir í Barnaskóla

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

3 ár

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Verð eiginlega að sega hver enn ekki hvað en það er hún Úlfhildur konan mín 😉

Hvað borðar þú í morgunmat?

Oftast ekkert annars brauð með smjöri og osti

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Sko ég hef átt hest þannig að ætli ég segi ekki bara apa af þvi að það væri gott að hafa annan apakött á heimilinu 😊

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Í Skopparakringlunni auðvitað enn annars alltaf smá í stígvélinu

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Sjóræningjar höfðu þá hjátrú að eyrnalokkar vernduðu þá frá slæmri sjón, jafnvel blindu, sjóveiki og drukknun.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Ja sko veit svo sem ekki hvort það er leyndur hæfileiki en Úlla segir að ég geti borðað endalaust af ís

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Ekki stærri svo mikið er víst hehe 😉
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

JÁ!!! hún Lína mín er sko sterkasta stelpa í heimi

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s