Freyvangsleikhúsið og Leikfélag Hörgdæla taka höndum saman og bjóða til sælkera stuttverkaveislu föstudagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23. mars í Freyvangi.

Sýningar hefjast kl 20:00 og verða eingöngu þessar tvær sýningar.

Verkin sem sýnd verða eru sambland af glensi og gleði, hádramatík og fúlustu alvöru og eru skrifuð, leikin og leikstýrð af meðlimum þessa tveggja farsælu leikfélaga sem sameina hér krafta sína í fyrsta skipti.

Ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara, þetta getur ekki orðið annað en sögulegt.

Miðapantanir í síma 857 5598 á milli kl. 10-14 alla virka daga, og í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 2.000 kr.

Verið velkomin í Freyvang og höfum gaman saman.Untitled

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s