Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Freyvangsleikhúsinu, en nú höldum við opna handritasamkeppni!
Verkið sem verður fyrir valinu verður sett á svið á árinu 2020.
Keppnin er opin öllum en eingöngu er tekið við frumsömdum handritum að verkum í fullri lengd. Handritum skal skilað útprentuðum og undir dulnefni til að gæta að algjöru hlutleysi. Alvöru nafn og símanúmer höfundar skal skilað með handritinu í lokuðu umslagi.
Handritum skal skilað til stjórnar Freyvangsleikhússins fyrir 10. október 2019.
Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.